Samsung Galaxy S21 FE 5G 128gb Svartur

68700
Tæknirisinn Samsung hefur nú kynnt til leiks nýjan Fan Edition síma. Samsung Galaxy S21 FE er stútfullur af eiginleikum sem styðja við þína daglegu síma notkun. S21 FE kemur með stórum 6.41" Dynamic AMOLED skjá, fjölbreytt og skemmtilegt myndavélakerfi og góð rafhlöðuending svo eitthvað sé nefnt.
79,990 kr
eða 7,684 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista
Á lager
Akureyri
Uppselt
Vefverslun
Ármúli
Smáralind

Glæsilegur skjár

Samsung Galaxy S21 FE kemur með stórum 6.41" Dynamic AMOLED 2X skjá. Skjárinn er með 120Hz endurnýjunartíðni sem þýðir að hreyfingar eru mýkri og öll vinna hraðari. Birta skjásins fer upp í 1200 nits sem gerir hann enn bjartari og betri í aðstæðum þar sem er mjög bjart.

Betri myndir með S21 FE

Síminn kemur með þriggja linsu myndavélakerfi. Telephoto linsu, víðlinsu og ofurvíðlinsu. Þú getur því tekið glæsilegar myndir í nánast hvaða aðstæðum sem er. Ekki nóg með það tekur síminn upp 4K myndskeið í 30 og 60 römmum á sekúndu. S21 FE er einnig með 32 megapixla selfie myndavél svo þú getir skartað þínu allra fegursta í sjálfuni þinni. Síminn notar einnig gervigreind til þess að þú getir tekið betri myndir í myrkri. Fangaðu minningarnar í betri gæðum með S21 FE.

Single-Take

Single-Take eiginleikinn lætur sjá sig í þessum frábæra síma, Single-Take gerir þér enn auðveldara fyrir að ná bestu myndini af hópnum á tíma. Single-Take tekur upp allt að 10 sekúndur af efni og notar síðan gervigreind til að stinga upp á flottum augnablikum. Það er því enn auðveldara að taka myndir af hópnum með S21 FE.

Super steady

Super steady eiginleikinn gerir myndbandsupptöku auðveldari. Þessi snilldar eiginleiki veitir þér aukin stöðugleika þegar þú tekur upp myndaskeið svo upptökurnar þínar hristist minna og blörrist minna.

Öflugur og endingargóður

Samsung S21 FE fær nýjann örgjörva sem vinnur enn betur og vinnur með orku sparnaðar tækni Samsung. Þú getur því dundað þér í allra þyngstu forritunum sem Samsung býður upp á án þess að hleðslan gufi upp. Síminn er með stóra 4500 mAh rafhlöðu sem endist enn betur en áður með orku sparnaðar tækni Samsung.

Sterkbyggðari Fan Edition

Obbosí er ekki lengur hluti af þínum orðaforða, S21 FE er með með Gorilla Glass Victus skjágler. Sterkasta gler sem völ er á í Samsung síma.

Samsung vistkerfið

Samsung S21 FE tengist öllum þínum Samsung tækjum eins og Galaxy Watch eða Galaxy Buds umsviflaust. Lestu tölvupósta í Galaxy Watch úrinu þínu á meðan þú hlustar á ljúfa tóna í Galaxy Buds heyrnatólunum þínum.

Bygging
Þyngd
177 gr
Stærðarmál
155.7 x 74.5 x 7.9 mm
Minni
Innbyggt minni
128 GB / 256 GB
Vinnsluminni
6 GB / 8 GB
Minniskort
Nei
Skjár
Vörn
Corning Gorilla Glass Victus
Tegund
Dynamic AMOLED 2X, 120Hz, 1200 nits
Stærð
6.41"
Upplausn
1080 x 2400 pixlar
Tengingar
Bluetooth
Já, 5.2
USB
USB-C 3.2
Staðsetning
Já, A-GPS, GLONASS, BDS, GALILEO
Aðalmyndavél
Myndavél
12 MP, f/1.8 víðlinsa, 8 MP, f/2.4 telephoto linsa, 12 MP, f/2.2 ofur víðlinsa
Myndbandsupptaka
4K@30/60fps, 1080p@30/60fps
Verkvangur
Örgjörvi
Snapdragon 888 5G (5 nm)
Rafhlaða
Rýmd
4500 mAh
Sjálfumyndavél
Einföld
32 MP, f/2.2
Annað
Annað
Hleðslukubbur fylgir ekki

Viðskiptavinir sem keyptu þessa vöru keyptu einnig

Xqisit

Galaxy S20 FE Xqisit glært hulstur

Galaxy S20 FE Xqisit glært hulstur
1,990 kr 497 kr

  Samsung

  PanzerGlass fyrir Samsung

  Eitt sterkasta öryggisglerið í bransanum í dag fyrir nýja símann þinn. Glerið festist á skjáinn á símanum þínum með sílikon blöndu og ver símann þinn fyrir hnjaski. Glerið býr yfir þeim eiginleika að sótthreinsa sig sjálft. Glerinu fylgir allt sem þú þarft til þess að þrífa símann þinn og setja glerið á.
  frá 3,990 kr

   Samsung

   Samsung Galaxy Tab S9+ FE

   frá 124,990 kr
   Síminn - Vefverslun Símans - Samsung Galaxy S21 FE 5G 128gb Svartur