Apple AirPods Pro 2nd Gen

Önnur kynslóð AirPods Pro er komin til að lyfta upplifuninni þinni í nýjar hæðir. Þetta gera heyrnartólin með sérsniðinni hljómspilun og nýjum örgjörva.


Vörunúmer: 69898

10,155

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 60,928 kr.ÁHK: 43.75%

Staðgreitt

54,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Ein þau bestu en betri

Apple hafa nú kynnt ný og uppfærð Airpods Pro heyrnartól, hin fyrri voru talin ein af þeim bestu í þessum flokki og því mikil eftirvænting eftir hinni nýju kynslóð Airpods Pro. Í hinum nýju Airpods Pro er búið að setja H2 örgjörva sem á að skila enn betri hljómgæðum og betra noise canceling sem er tæknin sem útilokar umhverfishljóð en hún á nú að vera helmingi betri ásamt því að geta enn betur hleypt inn þeim hljóðum sem við viljum hleypa í gegn, eins og þegar reynt er að tala við mann þó heyrnartólin séu í eyrunum.

Betri ending

Rafhlaðan er einnig betri og ætti að skila sex klukkustundum á einni hleðslu með noise cancelation. Hleðsluboxið sem heyrnartólin hvíla í þegar þau eru ekki í notkun hefur einnig verið uppfært, styður nú Find My þjónustu Apple og hafa innbyggðan hátalara svo leikur einn ætti að vera að finna hleðsluboxið þegar það er týnt.

 

Uppfærðir snertifleti

Notendur AirPods Pro hafa alla tíð getað ýtt á pásu og sett á næsta lag. Núna er hægt að hækka og lækka með einfaldri stroku upp eða niður

Sérsniðin hlustun

Þessi nýja kynslóð AirPods Pro færir upplifunina á hærra plan með sérsniðinni upplifun. Þetta gerist með tækni sem kallast Personalized Spatial Audio sem vinnur í harmoníu með TrueDepth myndavélinni. Myndavél býr til snið af hausnum þínum og spilar síðan allt hljóð út frá því hvað hentar þér best. Þessi prófíll dreifist síðan í öll Apple tækin þín svo að upplifunin þín sé alltaf sú sama.