Apple Watch Series 7

41mm
45mm

Hafðu heiminn á hendi þér með nýju Apple Watch Series 7. Þetta fallega úr skartar björtum Retina OLED skjá með flæðir betur yfir skjáinn en áður og rafhlöðu sem endist í allt að 18 klukkustundir. Úr sem er stútfullt af eiginleikum sem gera þér daglegt líf aðeins auðveldara!


Vörunúmer: 68208

11,104

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 66,622 kr.ÁHK: 34.11%

Staðgreitt

59,992

kr.
79,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Snjallúrin frá Apple eru frábær viðbót í Apple fjölskylduna, en nýjasta útgáfan Series 7 kemur með nýju og uppfærðu útliti. Útlit Apple Watch hefur lítið breyst í gegnum tíðina en nú er búið að stækka skjáinn og hann flæðir betur yfir flötinn og virkar því í raun enn stærri. Stærri skjár þýðir líka að nú er hægt að nota lyklaborð á skjánum og svara þannig frá úlnliðnum með nokkrum smellum.

Þetta geysivinsæla úr kemur með björgum og fallegum 1.69" Retina OLED skjá fyrir 41mm útgáfuna og 1.9" skjá fyrir 45mm útgáfuna. Fjöldi möguleika eru í boði af skífum sem skjárinn sýnir þannig að þú ræður hvernig úr þú ert með.
Apple Watch Series 7 fær nýjann örgjörva sem kallast Apple S7 sem gerir úrið enn hraðara en undanfarar þess. 

Í úrinu er innbyggt GPS, áttaviti og sívirkur hraðamæli, en hann mælir staðsetningu, vegalengd og hækkun ferðar þinnar. Einnig er hægt að stilla úrið þannig að þínir nánustu geta fengið tilkynningu ef þú dettur á ferð þinni upp Esjuna, svo dæmi séu nefnd.

Þessi frábæru úr búa yfir líkamsræktar forriti þar sem þú getur sett þér markmið um hreyfingu ásamt því að hvetja þig áfram til að ná markmiðunum sem þú setur þér. Innbyggt í úrinu er hjartsláttamælir sem mælir einnig súrefnismettun blóðs ásamt því að taka hjartalínurit ef þú skyldir vilja slíkt.

Tilkynningar sem berast í úrið eru alfarið í þínum höndum. Þú getur svo eins og áður svarað símtölum og sms skilaboðum beint úr úrinu. 

Allir þessi frábæru eiginleikar eru síðan varðir með IP6X vörn!

Ath. ekki er um LTE útgáfu að ræða því þarf úrið að vera tengt við símann þinn fyrir tilkynningar