- Um vöruna
- Eiginleikar
Bera saman
Þráðlaus heyrnartól fullkomnuð, nú með Google Assistant
Bose Quiet Comfort 35 II er nú búin öflugustu ,,noise cancelling" tækni sem Bose hefur þróað og útilokar þau umhverfishljóð sem gætu truflað þá upplifun sem heyrnartólin skapa. Heyrnartólin parast með Bluetooth annarsvegar eða NFC í þeim tækjum sem það styðja.
Nú erum við að tala saman
Heyrnartólin sem eru þráðlaus geta tengst við Amazon Alexa og Google Assistant. Notaðu raddstýringu sem eykur upplifunina til muna og gerir þér kleift að sækja þér þá afþreyingu í eyrun sem þú vilt.
Góð rafhlöðuending
Heyrnartólin tóra í 20 klukkustundir á einni hleðslu sem gefur notandanum nægan tíma til að hlusta allt milli himins og jarðar. Það tekur einungis um 15 mínútur að hlaða heyrnartólin á ný í gegnum usb-hleðslutæki. Ein hleðsla dugir í 40 klukkustundir ef þau eru tengd með jack snúru.
ÚPS