Bose SoundLink Flex

Nánast hinn fullkomni ferðafélagi. Bose SoundLink Flex er harðgerður og vatnsheldur hátalari sem getur fylgt þér nánast allan daginn hvert sem er.


Vörunúmer: 69257

3,841

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 23,047 kr.ÁHK: 40.5%

Staðgreitt

20,993

kr.
27,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Nálægt því að vera fullkominn ferðafélagi

Tónlist knýr áfram mikið af okkar ástríðum í lífinu og miðar nýji Bose SoundLink Flex hátalarinn að því, hann getur fylgt þér hvert sem þú ferð. Hátalarinn er nálægt því að vera hinn fullkomni ferðafélagi, sterkbyggð ryk- og vatnsfráhrindandi hönnun ásamt því að geta tekið við höggum. Hvort sem þú ert í fjallgöngu eða með matarboð heim þá er SoundLink Flex til staðar fyrir þig. Hátalarinn er einnig útbúinn míkrafón svo það sé einfaldara fyrir þig að taka símtöl.

Hágæða hátalari á ferðinni

Það sem einkennir SoundLink Flex hátalarann er kristaltært hljóð með frábæru jafnvægi milli tóntegunda, svo þú heyrir í hverju einasta hljómfæri.

Full syndur hátalari

Hátalarinn er með IP67 vörn sem þýðir einfaldlega að hann er vatnsvarinn. Þú getur tekið hann með þér út á sjó og hann getur fallið utan borðs og haldið áfram að spila, ekki nóg með það þá flýtur hann. Einnig er hátalarinn rykvarinn þannig að þú getur tekið hann með þér á ströndina og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af sandinum.

Tilbúin í allar stöður

SounLink Flex er útbúinn tækni sem Bose kýs að kalla PositionIQ. Það þýðir að það breytir nánast engu máli hvernig hátalarinn snýr, hann stillir sig af til að skila þér sem bestu hljómgæðum.

Endingargóður hátalari

Hvort sem þú ert á langri vakt eða langri göngu þá er hátalarinn klár. 12 tíma rafhlöðu ending gerir þér kleift að hafa tónlistina með þér allan daginn.