- Um vöruna
- Eiginleikar
Fitbit úr sem hjálpar þér
Fitbit úr sem hjálpar þér að stuðla að heilbrigðari lífstíl. Hönnunin er einföld og svipar til Fitbit Charge 3 sem kom út 2018. Tæknin hefur þó þróast á þessum tíma og er það búið að fá töluvert góða yfirhalningu.Skelltu þér út að skokka, labba eða liggðu bara kjurr. Þú ræður. Úrið mun á meðan mæla hjartsláttinn í þér, skrefin, tröppur sem þú hefur gengið upp (eða niður) og mun segja þér að skella þér af stað ef þú ert búin að vera kjurr of lengi. Það er vatnsvarið, í allt að 50m dýpi svo þú þarft ekki að taka það af þér fyrir sturtu eða sund. Tjahh eða sjóinn.
Góð rafhlöðu ending
Batteríið endist í sjö heila daga á fullri hleðslu, svona ef þú ert ekki að nota það mikið. En hinsvegar endist það í 5 klukkutíma samfellt með stanslausri notkun á GPS. Batteríið er Lithium-polymer
Úr sem skilur þig
Úrið hjálpar þér líka að skilja hvenær þú þarft að hvíla þig, en það mælir svefninn hjá þér og þegar þú ert í hvíld og lætur þig vita þegar þú ert komin/n á það stig að þú þurfir að hvíla þig. Svo heldur það áfram að mæla hjartsláttinn þinn þó að þú sért ekki á fullu og þekkir þig á endanum betur en þú sjálf/ur.