Fitbit Sense

Nýjasta týpan af Fitbit er komin og hún er Sense! Ótrúlega fallegt snjallúr sem kemur í tveim litum, svörtum og hvít-gylltu.


Vörunúmer: 66236

8,797

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 52,782 kr.ÁHK: 37%

Staðgreitt

47,992

kr.
59,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Fitbit úr fyrir þig

Minnkaðu stressið og leyfðu Fitbit Sense að tækla það með þér. Fitbit Sense snjallúrið mælir hreyfingu, púls, mettun og fleira og hjálpar þér að skila líkama þinn betur. Að ná góðum svefni er lykilatriði í lífinu svona almennt en Sense skoðar hvernig þú sefur og fylgist með hvernig þér líður á meðan og hvort þú sért að ná fullum svefni og að hjartslátturinn sé í lagi á meðan.Úrið mælir einmitt hjartsláttinn og skráir allt niður þannig að þú getur auðveldlega sýnt lækninum þínum skýrslur frá úrinu, hvernig þér hefur liðið undanfarið. Sense mælir einnig hitastig húðarinnar. Það er innbyggt GPS í úrinu sem tryggir nákvæmar mælingar þegar þú ferð út að hlaupa, hjóla eða ganga. Úrið skilur líka hvenær þú ferð að hreyfa þig þó að þú hafir ekki sett einhverja æfingu í stað í úrinu og skráir það samviskusamlega fyrir þig. Með úrinu getur þú svo tengst þráðlaust við símann þinn. Þú getur því tekið símtöl, svarað sms-um og hægt er að stýra Spotify, þegar síminn er ekki of langt frá.Sense úrið styður líka Fitbit Pay þannig að þú getur greitt með úrinu í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur.Með fullri hleðslu ætti úrið að endast í um sex daga.