- Um vöruna
- Eiginleikar
Spjaldtölva með stóran og fallegan skjá
Hvort sem þú sért að læra, vinna eða slaka á heima þá veitir Tab S7 FE þér frábæra upplifun. Stóra 12,4" skjár gerir þér kleyft að kafa enn dýpra ofan í verkefnin. Ekki nóg með það, þá er Dolby Atmos hljóðkerfi í spjaldtölvunni sem umkringir þig fallegum hljómum.
S Pen
Spjaldtölvunni fylgir S Pen sem nýtist í hin ýmsu verk. Hvort sem þú ert teikna eða skrifa upp innkaupalista, S Pen gerir þér verkin aðeins auðveldari. Ný og endurbætt tækni kemur í S Pen sem gerir hann enn líkari því að skrifa með blýanti.
Tenging við Galaxy umhverfið
Spjaldtölvan tengist umsvifalaust við öll önnur Galaxy tæki sem eru í þinni eigu. Þessi virkni er til staðar til að auka skilvirkni og auðvelda þér verkin á milli staða eða tækja.
Endist allan daginn
Galaxy Tab S7 FE býr yfir stórri 10.090 mAh rafhlöðu sem dugar þér daginn. Þú getur því sleppt því að hugsa út í hleðslunni yfir miðjan daginn.
Vertu alltaf í mynd
Tab S7 FE einfaldar þér lífið í myndsímtölum. Sjálfumyndavélin heldur þér alltaf í miðjum rammanum ásamt því nýtt míkrafónakerfi minnkar hljóðmengun um allt að 50%