Galaxy Watch 4 Classic

42mm
46mm

Samsung kynntu nýtt snjallúr, og nú er það meira spennandi en nokkru sinni fyrr. Núna kemur Google að borðinu og tæknirisarnir tveir hafa búið til nýtt stýrikerfi fyrir snjallúr, Wear OS. Úrið kemur í tveim litum og tveimr stærðum, 42mm og 46mm í svörtu og silfurlituðu.


Vörunúmer: 67845

6,442

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 38,650 kr.ÁHK: 32.05%

Staðgreitt

34,995

kr.
69,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Enn betra Samsung úr

Samsung hefur um langt árabil verið leiðandi í snjallúrum og kynnir nú arftaka Watch 3 úrsins og núna kemur Google að borðinu og tæknirisarnir tveir hafa búið til nýtt stýrikerfi fyrir snjallúr, Wear OS sem er keyrt áfram af nýjum örgjörva frá Samsung. Þannig hafa Samsung tekið allt það besta úr Tizen, stýrikerfinu sem hefur keyrt snjallúr Samsung áfram síðustu ár og sameinað við það besta úr Wear OS, stýrikerfi sem Google hefur þróað fyrir snjallúr. Þannig eru nýju úrin með frábærum stuðningi við Android síma og kjarnaþjónustur Google og Samsung.

Öflugra en nokkru sinni fyrr

Úrið er knúið áfram af Exynos W920 sem er nýr frá Samsung og sá öflugasti sem þaðan hefur komið, og fyrsti örgjörvinn fyrir snjallúr í heiminum sem gerður er í fimm nanómetra framleiðslu, sem þýðir að hann er bæði minni, hraðari og eyðir minna af rafhlöðunni.

Opnar nýjan heim með Google

Google Play Store er komið í Samsung úrin, og ef það er til útgáfa af forritum sem þú ert með í símanum þínum koma þau sjálfkrafa í úrið þitt. Fjöldi forrita sem munu styðja úrin mun aukast jafnt og þétt og verða meiri en nokkru sinni fyrr. Þannig hafa Spotify kynnt að þau muni styðja Wear OS og styðja við afspilun án nettengingar, sem er frábært fyrir alla sem vilja hlusta á góðan lagalista eða hlaðvarp á meðan hreyfingu stendur án þess að hafa símann með. Hið vinsæla forrit Strava styður líka nýju úrin og þennan nýja verkvang, eitthvað sem að margir munu elska sem og fjöldi annarra forrita.

Hjálpar þér í heilsunni

Talandi um hreyfingu að þá getur úrið allt þetta helsta er snýr að allri hreyfingu og meira til ásamt því að geta mælt gæði og lengd svefns með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr ásamt því að geta numið hrotur, sem er kannski ekki jákvætt.

*ath. silfurlitaða úrið er með hvítri ól.