Garmin Fenix 6 Sapphire

Garmin Fenix 6 snjallúr sem opnar nýjan heim þegar kemur að æfingum og útivist. Úrið gerir þér kleyft að bæta við kortum og tónlist ásamt því að bjóða upp á nákvæmt pace plan í æfingum. Body Battery eiginleikin mælir líkamsorkuna þína og segir þér hvort þú eigir að hvíla þig eða hafir orku í að taka æfingu. Rafhlaðan endist í allt að 14 sem almennt snjallúr!


Vörunúmer: 68454

12,821

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 153,846 kr.ÁHK: 16.98%

Staðgreitt

139,890

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Garmin Fenix 6 Sapphire

Eintaklega snjallt snjallúr sem opnar nýjan heim þegar kemur að æfingum og útivist. Úrið gerir þér kleyft að bæta við kortum og tónlist ásamt því að bjóða upp á nákvæmt pace plan í æfingum. Úrið er 47mm.

Hönnun

Úrið er hannað með styrk og fegurð í fyrirrúmi. Skjár úrsins er 1.3"úr harðgerðu safír gleri. Miðast er við Military staðla þegar framleitt er hita-, högg- og vatnsþol úrsins. Mjúka sílikon ólin gerir úrið síðan enn þægilegra utan um hendina þína.

Íþróttir og útivist

Úrið er stútfullt af eiginleikum sem gera æfingarnar þínar enn snjallari. GPS fyrir golfvelli, útivistar- og skíðakort og almenn íþróttaprógrömm eru nokkrir af þeim mörgu eiginleikum sem eru í boði. Allt til þess að þú getir æft á snjallari og betri hátt.

Tilvalið fyrir golfarann

Garmin Fenix er með upplýsingar um 41.000 golfvelli víðsvegar um heim á myndrænu formi. Úrið getur sýnt þér vegalengdir að punkt sem þú velur ásamt því að sýna þér vegalengd fremst, aftast og á miðja flöt. Hækkun og lækkun landslagsins getur verið tekið inn í reikning vegalengdarinnar en er það algjörlega í þínum höndum. Allt þetta gerir úrið að drauma snjallúri kylfingsins.

Pace Pro

Þessi frábæra tækni er sú fyrsta sinnar tegundar í snjallúri. PacePro tæknin hjálpar þér að halda réttum hraða við göngur eða hlaup með tilliti til halla, hækkunar eða lækkunar. Þetta gerir úrið til þess að hámarka þína getu til æfinga.

Rafhlöðuending

Garmin Fenix úrið er með geysi öfluga rafhlöðuendingu en úrið endist þér sem hefðbundið snjallúr í allt að 14 daga! Einnig getur þú skoðað hvernig hinar ýmsu stillingar hafa áhrif á rafhlöðuendingu. Þetta gerir þér kleyft að stilla úrið þannig að raflaðan endist þér sem lengst.

Hinir ýmsu mælar

Fenix úrin eru með glás af innbyggðum mælum. Innbyggði púlsmælirinn nýtir þær upplýsingar sem púlsmælirinn gefur til þess að reikna út brennslu, stress og þau áhrif sem æfingar hafa á líkamann þinn. ABC nemarnir eru hæðamælir, loftvog og þriggja ása rafeindakompás sem auðvelda þér rötun og leiðsögn. Body Battery mælingin notast við púls, stress, svefn og aðrar mælingar til þess að fylgjast með líkamsorkunni þinni og hvort hún sé næg til að taka æfingu, eða hvort þú þurfir hvíld.

Snjallari lífstíll

Úrið geymir allt að 1.000 lög í innra minni sínu svo þú getir farið á æfingu eða út að labba án símans. Garmin Pay gerir þér kleyft að borga nánast hvar sem er hvenær sem er(Fer eftir kortafyrirtæki). Úrið sýnir einnig tilkynningar um SMS, símtöl, tölvupósta og margt fleira.