Garmin Venu SQ2 Music

Hafðu heilsuna á hendi þér öllum stundum. Garmin Venu SQ kemst mjög nálægt því að vera hin fullkomni heilsufélagi sem segir þér hvernig þér gengur


Vörunúmer: 70056

10,339

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 62,036 kr.ÁHK: 43.75%

Staðgreitt

55,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Hannað fyrir þá sem vilja hreyfa sig

Venu SQ2 úrið er alhliða heilsu- og snjallúr sem vefst utan um úlnliðinn þinn með sílíkon ól og er varið með sterku Corning Gorilla Glass 3. Úrið endist í allt að 11 daga á hleðslunni sem snjallúr eða 26 klukkustundir í GPS. Úrið er meira að segja með 5ATM vatnsvörn og er því óhætt að fara með það í sund, sturtu eða bað.

Heilsan í fyrirrúmi

Snjallúrið er með innbyggðan sem hjálpar þér að fá sem mest út úr æfingunum þínum. Úrið mælir einnig orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku fyrir æfingu eða hvort þú ættir að taka kósí stund. Allt þetta magn af upplýsingum sem úrið skráir um heilsufarið þitt getur þú síðan nálgast í Garmin Connect smáforritinu.

Sofðu betur með Garmin

Þú færð svefneinkun beint úr úrinu. Þetta gerið úrið með því að fylgjast með létt-, djúp- og REM svefn í sambland með púlsmælingum, súrefnismettun og öndun.

Snjall æfingafélagi

Í úrinu er gomma af forhlöðnum æfingum fyrir hlaup, lyftingar, jóga, pílates og HIIT. Þú getur meira að segja valið úr allt að 1.600 æfingum til að setja saman þitt eigið prógramm. HIIT æfingarforritið er nýjung í þessu úri og er með mismunandi tímatökum fyrir HIIT æfingar eins og AMRAP, EMOM, Tabata og sérsniðnar æfingar.

Vertu öruggari með Garmin

Garmin Venu SQ2 skynjar ef þú lendir í slysi og notar Incident Detection eiginleika úrsins til að senda staðsetninguna þína á fyrir fram skilgreinda neyðartengiliði. Þessi eiginleiki virkar hins vegar einungis með völdum æfingum sem nota GPS og krefst tengingar við símann þinn.