Garmin Vivomove Sport

Garmin úrið sem lýtur út eins og hefðbundið úr. Vivomove Sport er einstaklega snjallt úr sem hjálpar þér með þitt daglega lífið ásamt því að styðja þig í þinni vegferð að heilbrigðari lífstíl.


Vörunúmer: 69059

7,131

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 42,785 kr.ÁHK: 37.99%

Staðgreitt

38,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Garmin snjallúr og heilsuúr, á sama tíma

Garmin Vivomove Sport er hannað til að líkjast hefðbundnu úri en á sama tíma vera snjallúr. Skífan er útbúin snertiskjá en þegar kviknar á honum færast vísarnir frá til þess að þú getir séð á skjáinn. Úrið kemur í svörtu og hvítu og kemur með 20mm sílíkon ól. Úrið er létt og hendi til þess að það sé þægilegt að vera með það yfir daginn. Úrið er einungis 40mm að stærð og er vatnsvarið niður í allt að 50 metra. Rafhlaðan dugar í allt að 5 daga sem snjallúr en vísarnir ganga í einn auka dag.

Öryggið í fyrsta sæti

Úrið er útbúið tækni sem kallast Assistance and incident detection. Þessi tækni gerir úrinu kleyft að senda tilkynningu með staðsetningu á fyrirfram ákveðna tengiliði ef úrið skynjar að þú hafir lent í óhappi.

Ekki missa af neinu

Tilkynningar um tölvupósta, sms, símtöl og margt fleira birtast á skjánum þegar úrið er tengt við símann þinn. Einnig er lítið mál fyrir þig að skoða dagatalið þitt í úrinu og staðfest dagskránna þína.

Hafðu heilsuna í fyrirrúmi

Vivomove Sport úrð er smekkfullt af eiginleikum sem hjálpa þér að stuðla að heilbrigðari lífstíl.

Body Battery orkumæling

Fylgstu með raunverulegri orkustöðu líkamans og kannaðu hvort þú hafir nægja orku til að fara á æfingu.

Púlsinn skiptir máli

Innbyggði púlsmælirinn í úrinu tekur reglulega stöðuna á púlsinum þínum og lætur þig vita ef hann er of hár. Ásamt því sýnir hann þér hversu mikið þú tókst á því á æfingu.

Súrefnismettun

Úrið er einnig með innbyggðan súrefnismettunarmæli sem notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn þinn er að taka upp súrefni.

Passaðu stressið með Garmin

Úrið fylgist með stressinu þínu yfir daginn og skráir hvort þú sért að eiga stressaðan, rólegan eða jafnan dag. Skyldir þú vera undir miklu stressi minnir úrið þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.

Skráir tíðahringinn þinn

Úrið hjálpar þér að fylgjast með því hvar þú ert stödd í hringnum. Ásamt því kennir Garmin þér hvernig þjálfun og næring er best fyrir hvern hluta hringsins.

Svefnin er lykilatriði

Kjósir þú að sofa með Garmin úrið þitt getur þú kíkt í Garmin Connect appið og skoðað hvernig þú svafst. Appið sýnir þér léttan, djúpan og REM svefn ásamt öndun, púls og súrefnismettun.