iPad Pro M1 11" Wifi

128GB
256GB

Sagan endalausa heldur áfram, Apple toppar sig með nýjum stórglæsilegum iPad. Nýr örgjörvi sem þeir kalla M1 er hraðasti örgjörvi heims í dag, fallegur og bjartur Liquid Retina skjár og falleg hönnun.


Vörunúmer: 67348

13,692

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 164,300 kr.ÁHK: 17.78%

Staðgreitt

149,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Apple kynntu einnig uppfærðan iPad Pro, fullkomnustu spjaldtölvu sem völ er á. Stærsta uppfærslan er innvolsið, nú hefur iPad Pro átta kjarna M1 örgjörva sem hannaður er af Apple sjálfum. M1 örgjörvinn er einn hraðasti örgjörvi sem til er í heiminum í dag, sérstaklega þegar horft er til orkunotkunar og þannig þýtur iPad Pro áfram án þess að rafhlaðan tæmist á núll einni. Uppfærður skjár er einnig til staðar í stærri týpunni, þeirri með 12.9“ skjánum. Apple kalla skjáinn „Liquid Retina XDR“ en í raun sýnir hann bara hærri upplausn, getur gefið frá sér meiri birtu og þannig verður hvítur enn hvítari og svartur enn svartari ásamt því að skerpan og öll framsetning lita er til fyrirmyndar.
 
Nýr iPad Pro er yfir 1500x  hraðari í grafískri vinnslu en fyrri útgáfa skv. mælingum Apple og einnig er uppfærð myndflaga til staðar sem gerir myndavélina í iPad Pro enn betri ásamt því að LIDAR tæknin sem mætti útfæra sem leysigeislaratsjá (pew pew) á okkar ástkæra ylhýra hjálpar tækinu að ná enn betri þar sem birtuskilyrði eru ekki til fyrirmyndar.
 
Myndavélin sem er 12 megapixla er einnig með 120° sýn sem nýtist vel í nýjung sem Apple kalla „Center Stage“. Með henni getur iPad Pro tryggt að þú sért alltaf í miðri mynd í myndsímtali þó þú sért á fullri ferð t.d. í eldhúsinu að græja og gera kvöldmatinn. Og snilldin er að það mun virka í Teams og Zoom líka, ekki bara í Facetime símtölum.

iPad Pro kemur í einum lit í Wifi útgáfunni og er það hin geisi vinsæli Space Grey litur.