iPhone 11 Pro

64GB

Glæsilegt símtæki gætt frábærum eiginleikum. Skjárinn býður þér upp á hágæða upplifun, en skjárinn er talinn sá allra besti hingað til. Síminn skartar þremur stórgóðum myndavélum á bakhlið sem vinna einstaklega vel saman, tækið er hannað til þess að gera hverjum sem er kleift að taka góðar myndir, með þessu tæki þarftu ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að hreyfing hafi áhrif á myndirnar þínar. Myndavélin að framan fær sama lof, sjálfurnar hafa sjaldan verið betri. Örgjörvinn hefur verið uppfærður og bíður nú upp á meiri hraða og betra batterí eða um 5 klst aukningu. Hægt er að stilla á hraðhleðslu sem gefur 50% hleðslu á litlum 30 mínútum.


Vörunúmer: 63508

14,684

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuði
Engin útborgun
Heildargreiðsla: 176,204 kr.
ÁHK: 16.41%

Staðgreitt

161,492

kr.
189,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Skjár
iPhone 11 Pro og Pro Max skartar glæsilegum Super Retina XDR skjá. Pro tækið er með 5.8“ skjá á meðan Pro Max er töluvert stærri eða 6.5“. Skjárinn hefur aldrei verið betri í iPhone hingað til og nú er búið að bæta töluvert upplifun notanda að skoða tækið í mikilli birtu eða sólarljósi.

Myndavél
Síminn er með þremur stórkostlegum myndavélum sem vinna frábærlega saman. Nú er hægt að taka víðari mynd, í verri birtuskilyrðum, taka upp hágæða video og svo vinna allt efnið í sama tækinu. Að taka lélega mynd varð allt í einu mjög erfitt. Tækið er hannað þannig að auðvelt er að skipta milli myndavéla, skiptir þá engu máli þó myndavélin sé stillt á portraits, videos, time lapse eða slo-mo. Myndavélin að framan hefur verið endurbætt, nú er hægt að taka myndir í slow motion eða „Slofies“.

12MP Ultra Wide Camera með f/2.4 ljósopi, 12MP Wide Camera með f/1.8 ljósopi og sú þriðja er Telephoto Camera sem er 12MP með Optical Image Stabilization. Sú tækni kemur í veg fyrir að hreyfing hafi áhrif á góða ljósmynd.

Örgjörvi
Tækið kemur með nýjum A13 örgjörva sem gerir okkur kleift að nota símann lengur þar sem endingartími rafhlöðunnar er betri og við getum gert allt á meiri hraða. Með iPhone 11 Pro Max er um fimm klukkutíma betri rafhlöðuending og með hraðhleðslu er hægt að hlaða raflhöðuna í 50% á þrjátíu mínútum.