- Um vöruna
- Eiginleikar
Skjár
iPhone 11 er með Liquid Retina skjá og er skjástærðin 6.1“. Retina skjárinn frá Apple býður upp á betri upplifun, hvort sem þú ert að skoða ljósmyndir eða horfa á myndbönd.
Myndavél
Síminn skartar tveimur stórkostlegum myndavélum á bakhliðinni sem vinna frábærlega saman. Nú er hægt að taka víðari mynd, í verri birtuskilyrðum, taka upp hágæða video og svo vinna allt efnið eftir á í sama tækinu. Að taka lélega mynd varð allt í einu mjög erfitt. Tækið er hannað þannig að auðvelt er að skipta milli myndavéla, skiptir þá engu máli þó myndavélin sé stillt á portraits, videos, time lapse eða slo-mo. Myndavélin að framan hefur verið endurbætt, nú er hægt að taka myndir í slow motion eða „Slofies“.
Örgjörvi
Tækið kemur með nýjum A13 örgjörva sem gerir okkur kleift að nota símann lengur þar sem endingartími rafhlöðunnar er betri og við getum gert allt á meiri hraða. Með iPhone 11 er hægt að hlaða tækið með hraðhleðslu, sem hleður raflhöðuna í 50% á þrjátíu mínútum.