iPhone 12 Mini

256 GB

iPhone 12 Mini er alveg eins og iPhone 12, með öllu því nýja og fína sem með honum kemur nema í minna tæki.


Vörunúmer: 66273

12,829

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 153,950 kr.ÁHK: 19.81%

Staðgreitt

139,990

kr.
169,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

iPhone 12 Mini er alveg eins og iPhone 12, með öllu því nýja og fína sem með honum kemur nema í minna tæki. iPhone 12 mini er með 5.4“ OLED skjá og frábær viðbót í iPhone flóruna. Uppfærða myndavélin á að vera enn betri að taka góðar myndir þar sem birta er af skornum skammti, eitthvað sem verður spennandi að prófa þar sem iPhone 11 var fyrir ansi lúnkinn að ná góðum myndum að kvöldi til.

Myndavélin að framan mun sömuleiðis fá Night Mode stuðning og geta tekið fínar sjálfur í lítilli birtu. Myndavélin er sömuleiðis hraðari en nokkru sinni fyrr.

Nýji OLED skjárinn styður HDR10, HLG og Dolby Vision og hentar því afskaplega vel fyrir spilun á myndefni sem styður þetta aukna birtustig eins og t.d. á Netflix og YouTube. HDR10, HLG og Dolby Vision eru staðlar sem gera skjánum kleift að sýna enn hvítari hvítan og svartari svartan, myndefni sem styður þessa staðla lítur talsvert betur og úrval af slíku efni er alltaf að aukast.

Þegar símar hafa verið að stækka og stækka síðustu ár er frábært að fá minna og léttara tæki sem gefur samt ekkert eftir þegar kemur að eiginleikum og virkni.