- Um vöruna
- Eiginleikar
Smelltu hér og skráðu þig á póstlista til að fá upplýsingar um hvenær við fáum símana til okkar
iPhone 14 Pro Max
iPhone 14 Pro Max inniheldur nýjan örgjörva, A16 Bionic sem er þróaður af Apple sjálfum en helstu eiginleikar hans eru betri orkusparnaður, betri stýring á skjá og myndavél.
Umbreytt iPhone myndavél
Í fyrsta skipti eru hér komnir iPhone símar sem fara frá 12 megapixla myndavél og stökkið er stórt, nú er 48 megapixla myndavél sem getur tekið inn meira af upplýsingum og þannig skilað enn betri myndum og myndböndum. Þannig ættu myndir teknar við léleg birtuskilyrði að vera enn betri sömuleiðis og myndbönd einnig skarpari og í hærri upplausn. Víðlinsan ætti einnig að færa okkur enn betra macro-myndir, myndir sem sýna litla hluti sem stóra og ná öllum smáatriðum þeirra. Gott dæmi um slíkt er að taka myndir af mat og úti í náttúrunni.
Skjáhakið hverfur á brott
Hakið er horfið á iPhone 14 Pro og iPhone 14 Pro Max og í staðinn er komin smár skjár sem Apple kalla „Dynamic Island“ en þessi skjár minnkar og stækkar eftir þörfum og getur sýnt tilkynningar, stjórnað forritum og tónlist og mörgu fleiri eftir því að framleiðendur forrita aðlaga sig að þessum nýja örlitla skjá. Ótrúlega töff í útliti og verður spennandi að sjá hvernig forrit munu geta nýtt sér þessa nýjung.
Hollywood myndir að heiman
Öll iPhone 14 línan kemur með eiginleika sem kallast Cinematic mode. Þessi snilldar eiginleiki gerir þér kleyft að taka upp þitt eigið meistaraverk inni í stofu. Cinematic Mode tekur upp í 4K upplausn á 24 römmum á sekúndu sem er það sama og þú sérð í bíómyndunum.
Tækni sem við vonum að þú þurfir aldrei
Apple hefur nú kynnt til leiks nýjung sem kallast Crash Detection. Síminn getur nú numið það ef þú lendir í bílslysi og látið skráða neyðartengiliði vita ef þú bregst ekki við