iPhone 12 Pro Max

128 GB
256 GB

Hér hafa verkfræðingar Apple tjaldað öllu til sem þau hafa þróað og skellt í öflugustu iPhone síma frá upphafi.


Vörunúmer: 66283

18,004

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuði
Engin útborgun
Heildargreiðsla: 216,050 kr.
ÁHK: 14.39%

Staðgreitt

199,990

kr.
219,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Hér hafa verkfræðingar Apple tjaldað öllu til sem þau hafa þróað og skellt í öflugustu iPhone síma frá upphafi.

iPhone 12 Pro Max er með 6.7“ skjá. Rammi símans er úr burstuðu stáli og tækin hafa LiDAR nema. LiDAR er á mannamáli leysigeisla ratsjá sem mun hjálpa myndavélum símanna að ná enn betri fókus að næturlagi en ratsjána má líka nota til að skynja fjarlægðir og skilja rými betur sem mun gera viðbættan veruleika (Augmented Reality) enn betri. Það verður áhugavert að sjá allskonar öpp nýta sér þennan LiDAR eiginleika til að gera skemmtilega hluti með viðbættum veruleika.

Síminn hefur keramik húð yfir skjánum sem Apple segir sterkustu vörn sem nokkru sinni hafi verið sett á snjallsíma sem vonandi mun verja símana betur fyrir hnjaski. Skjáir beggja síma eru með Super Retina XDR tækni og styðja HDR og Dolby Vision.

Þrjár myndavélar eru á bakhlið símanna. 12MP víðlinsa, 12MP ultravíðlinsa og svo aðdráttarlinsa.  Pro Max síminn er með stærri myndflögu en hinir símarnir sem þýðir meiri gæði og enn betri myndir við verri birtuskilyrði. Myndabandsupptökuvélin á símanum er 4K.

iPhone Pro Max nýtir svo Deep Fusion tækni Apple þar sem gervigreind er notuð til að ná enn bjartari og skarpari litum ásamt því að áhugafólk um ljósmyndun mun kunna að meta að símarnir tveir styðja Apple ProRAW ásamt því að hægt er að taka og klippa myndbönd í 10 bita Dolby Vision sem engin annar snjallsími getur í dag.