iPhone SE 5G

iPhone útbúinn öllu því helsta á lægra verði. Örgjörvi sem vinnur allt á methraða og myndavél sem skilar þér frábærum myndagæðum í samvinnu við A15 örgjörvann. Touch ID sem svo margir elskuðu snýr aftur í þessum endurhannað iPhone SE.
84.990 kr
eða 8.117 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista
Á lager
Vefverslun
Ármúli
Smáralind
Akureyri

Hraðinn sem við þekkjum

iPhone SE er útbúinn sama A15 örgjörva og er í iPhone 13. A15 örgjörvinn er kominn til að bæta upplifunina þína af símanum, öll smáforrit opnast hraðar og allt er umsvifalausara. Ekki nóg með það þá er grafísk frammistaða símans 1,2x betri en í eldri týpan. Örgjörvinn vinnur einnig allar ljósmyndir sem teknar eru á símann til að gera alla parta enn fallegri.

Endingargóður

A15 örgjörvinn í samspili með nýrri rafhlöðu og iOS 15 stýrikerfinu gerir símann að endingarbesta SE símanum hingað til. iPhone SE styður einnig þráðlausa hleðslu ásamt ofurhraðhleðslu sem hleður símann þinn í allt að 50% á 30 mínútum. iPhone SE skilar þér allt að 2 klukkustundum lengri endingu í afspilun á efni sem dæmi.

Harðgerður iPhone

iPhone SE er útbúinn einu sterkasta gleri sem völ er á í farsíma í dag. Ekki nóg með það þá er síminn ryk- og vatnsvarinn gegn hinum ýmsu vökum eins og vatni eða kaffi.

Aflæsing í puttunum þínum

Heima takkinn sem svo margir elskuðu lætur sjá sig í þessum síma. Heima takkinn er útbúinn með Touch ID sem les fingrafarið þitt og hleypir þér inn í læstann símann þinn í kjölfarið, þú getur meira að segja notað það fyrir Apple Pay.

Myndavélagæði

Síminn er útbúinn einni 12MP víðlinsu sem vinnur í samfloti með A15 örgjörvanum til að skila þér sem bestu myndunum. A15 örgjörvinn vinnur gífurlega vinnu á bakvið tjöldin til að skila þér betri myndgæðum, sem dæmi stillir Smart HDR 4 lýsingu, liti, lýsingu og húðlit fyrir allt að fjóra aðila á einni mynd svo allir séu upp á sitt besta. Deep Fusion tæknin skoðar alla pixla myndarinnar til að fanga öll helstu smáatriði. iPhone SE kemur einnig með Portrait mode sem svo margir þekkja og elska ásamt Slo-mo og Time-lapse.

Rafhlaða
Rýmd
2018 mAh
Skjár
Stærð
4.7"
Tegund
Retina IPS LCD, 625 nits
Upplausn
750 x 1334 pixlar
Tengingar
USB
Lightning, USB 2.0
Staðsetning
Já, dual-band A-GPS, GLONASS, BDS, GALILEO, QZSS
Aðalmyndavél
Myndbandsupptaka
4K@24/30/60fps, 1080p@30/60/120/240fps, HDR, OIS
Myndavél
12 MP f/1.8 víðlinsa
Minni
Minniskort
Nei
Innbyggt minni
64GB / 128GB
Vinnsluminni
4GB
Bygging
Þyngd
144 gr
Stærðarmál
138.4 x 67.3 x 7.3 mm
Annað
Annað
Hleðslukubbur fylgir ekki
Sjálfumyndavél
Einföld
7 MP, f/2.2
Verkvangur
Stýrikerfi
iOS 15.4
Örgjörvi
A15 Bionic
Síminn - Vefverslun Símans - iPhone SE 5G