Jabra Evolve2 75

Án dokku
Með dokku

Jabra hefur nú kynnt nýja og endurbætta útgáfu af geysivinsælu Evolve heyrnartólunum. Heyrnartólin eru nú þægilegri en nokkru sinni fyrr og stútfull af tækni.


Vörunúmer: 68504

9,125

kr./mán
Á mánuði í 6 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 54,752 kr.ÁHK: 39.75%

Staðgreitt

49,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Jabra Evolve2 75

Jabra hefur hannað nýja eyrnapúða í þessa nýju týpu af Evolve. Heyrnartólin eru nú þægilegri en nokkru sinni áður með nýrri tækni og hágæða leðurlíki. Evolve2 75 er með 30metra drægni svo þú sért ekki bundin við skrifborðið heldur getir verið á ferðinni.

Hljóðeinangrun

Evolve2 75 fær nýja og endurbætta hljóðeinangrun, bæði í hlust og míkrafónum. Þessi nýja tæki gerir það að verkum að þú færð frið frá umhverfishljóðum og viðmælandi þinn heyrir þau ekki heldur. Ekki nóg með það þá er það alveg í þínum höndum hversu mikið þú vilt einangra þig, þú stillir það einfaldlega í Sound+ appinu. Heyrnartólin bjóða einnig upp á það að þú getir heyrt allt sem er í kringum þig án þess að þurfa að taka af þér heyrnartólin.

Passaðu einbeitinguna

Jabra hefur einnig bætt inn því sem þeir kalla "Busylight". Þetta ljós glóir rautt þegar þú ert í símtali eða vilt einfaldlega ekki truflun.

Heyrnartólin eru í boði með eða án hleðsludokku.