Meater+ þráðlaus grillhitamælir

Fullkomin nákvæmni á grillinu. Meater+ sér um kjötið á meðan þú magnar upp stemninguna.


Vörunúmer: 62732

Staðgreitt

14,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Hönnun og virkni

Meater+ er lítill og nettur þráðlaus kjöthitamælir sem tengist snjallsímanum eða spjaldtölvunni með Bluetooth. Hann dregur heila 50metra með bluetooth 4.0 og hentar hinum ýmsu eldunaraðferðum, svosem kolagrilli, gasgrilli, ofnum og reykofnum.

Mælirinn er vatnsheldur og auðvelt er að þrífa hann. Endurhlaðanlegar rafhlöður fylgja og rafhlöðuending er allt að 24 klukkustundir. 

Meater appið

Með Meater appinu færðu aðstoðarkokk sem gerir það að verkum að allur grillmatur verður eins og á fyrsta flokks veitingarstað. Þú skráir inn hvað þú ætlar að elda og hvernig þú vilt að útkoman verði. Mælirinn sér um að leiðbeina þér með rest.