Mi 360° 2K Öryggismyndavél

Öryggið á heimilinu er lykilatriði og er Mi öryggismyndavélin komin til að fylgjast með því hvað er að gerast heima við. Myndavélin getur setið á borði eða hangið úr loftinu, þitt er valið. Þú sérð alltaf hvað er að gerast úr frábærum 2K gæðum.


Vörunúmer: 69534

12,990

kr./mán
Greiða eftir 14 daga

Staðgreitt

12,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Góð myndavél orðin enn betri

Mi 360° öryggismyndavélin er nýjasta viðbótin við heimilið frá Xiaomi. Nýjir eiginleikar og betri upplausn en áður. Hreyfiskynjari myndavélarinnar hefur fengið yfirhalningu og síar nú út óþarfa hreyfingar og ónáðar þig ekki nema um raunverulega hættu sé að ræða.

Sjáðu nánast allt

Myndavélin býr yfir þeim frábæra eiginleika að geta snúist 360° í allar áttir ásamt því að það er hægt að draga myndina inn og sjá nær viðfangsefninu. Myndavélin sendir frá sér mynd í 2K upplausn úr 108° sjónarhorni. Ekki nóg með það þá er myndavélin útbúin hátalara og míkrófón sem gerir þér kleift að eiga góð samskipti við fjölskylduna eða gæludýrin beint úr símanum þínum.

Hvar og hvernig sem er

Myndavélin styður við hefðbundnar festingar ásamt öfugum festingum. Myndavélinni líður vel sitjandi á boði en einnig er hægt að hengja hana upp í loft og leyfa henni að vera öfugri. Myndavélinni fylgir festing sem er einfalt að festa upp í loft. Eina sem þarf að gera er að snúa skjánum í stillingum myndavélarinnar.