- Um vöruna
Mi Smart Band 6
Eitt vinsælasta snjallbandið í boði í dag. Mi Smart Band 6 hefur fengið uppfærslu frá undanfara sínum með stærri skjá, stærri skél og hærri upplausn.
Betri svefn með Mi Smart Band 6
Mi Smart Band 6 hjálpar þér að sofa betur. Snjallbandið mælir lengd svefns og hvort þú sért í djúpsefni, léttum svefni eða REM svefni. Þetta mælir úrið með breytingum á hjartslættinum þínum á meðan þú sefur.
Betri öndun með Mi Smart Band 6
Snjallbandið kemur með SpO2 skynjara sem mælir óeðlilegar breytingar í önduninni þinni og súrefnismettunina í blóðinu þínu. Allt til þess að þú getur verið besta útgáfan af sjálfum þér
Þín heilsa í fyrirrúmi
Þetta frábæra úr er til staðar fyrir þig til að hjálpa þér fylgjast með heilsunni. Úrið mælir hjartsláttinn þinn 24 klukkustundir úr sólarhringnum og segir þér hvenær hann er óeðlilega hár. Stress mælingarnar í úrinu gefa þér góða innsýn inn í daginn þinn en úrið leggur til hvernig þú getur minnkað stress og náð þér aftur. Úrið býður einnig upp á öndunaræfingar til þess að þú gert alltaf verið í góðu standi. Síðast en ekki síst mælir úrið tíðahring og sendir þér tilkynningar um það hvar þú ert stödd, þú getur því tekið einn hlut af listanum yfir það sem þú þarft að fylgjast með