Nokia X30

Umhverfisvænasta hetjutæki Nokia til þessa stútfullt af frábærum eiginleikum. Nokia X30 er útbúinn frábærri 50MP myndavél með gervigreind sem sér til þess að myndirnar þínar birtist á eins fallegan hátt og hægt er. Þú getur síðan skoðað þær minningar sem þú fangar á stórum og fallegum 6.43" AMOLED skjá sem birtir allt á litríkan og silkimjúkan máta.


Vörunúmer: 70743

8,085

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 97,025 kr.ÁHK: 29.53%

Staðgreitt

84,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Umhverfisvænasti sími Nokia til þessa

Nokia kynnir með stolti til leiks Nokia X30 sem umhverfisvænasta síma vörumerkisins hingað til. Síminn er framleiddur úr 100% endurunnu áli og 65% endurunnu plasti. Þessi sími skilur því eftir sig minnsta kolefnisfótspor Nokia hingað til án þess að fórna nokkru í frammistöðu hans.

Lifðu augnablikin með Nokia

Nokia X30 er útbúinn 50MP með f/1,9 ljósopi sem þýðir að hún hleypir meira ljósi inn á sig til þess að gera myndirnar skarpari og fallegri. Það er hins vegar ekki allt heldur er síminn útbúinn gervigreind fyrir myndavélarnar sem eru í símanum. Gervigreindin er gerð fyrir myndir í lélegum birtuskilyrðum og andlitsmyndir. Þú getur því gengið að því vissu að myndirnar sem þú tekur verða eins fallegar og þær geta orðið. Þetta er hinsvegar til lítils ef þú getur ekki skoðað öll augnablikin í þeirri mynd sem þær eiga að birtast. Þess fær Nokia X30 besta skjá sem sést hefur í Nokia snjall síma, síminn státar fallegum 6.43" AMOLED skjá sem með 90Hz endurnýjunartíðni sem gerir allar hreyfingar silkimjúkar. Þú getur því verið alveg viss um það að allt sem birtist á skjánum á nýja Nokia X30 símanum þínu birtist á fallegan og skarpan máta.

Öryggið í fyrirrúmi

Nokia X30 kemur með 3 ára ábyrgð og 3 árum af uppfærslum á stýrikerfinu. Þess að auki er síminn IP67 varinn með andlits- og fingrafaralesara í skjá.