Nothing Ear (1) ANC Heyrnartól

Nothing heyrnartólin búa yfir öllum þeim eiginleikum sem við þekkjum úr annarskonar heyrnartólum, hvort sem það er hágæða hljóð eða góð rafhlöðuending. Þú getur því treyst því að þú sért að fá hágæða heyrnartól á hagstæðara verði en mörg önnur.


Vörunúmer: 70983

5,973

kr./mán
Á mánuði í 3 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 17,919 kr.ÁHK: 43.75%

Staðgreitt

16,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Falleg hönnun en fallegra hljóð

Nothing heyrnartólin eru ofur létt og hrikaleg öflug með rafhlöðuendingu í allt að 34 klukkustundir. Þegar þú þarft frið frá umhverfishljóðum og truflunum getur þú sett hljóðeinangrunina í gang og verið alveg útaf fyrir þig, en þegar þú vilt opna eyrun fyrir heiminum aftur getur þú gert það með einum einföldum smell. Heyrnartólin er hönnuð til að allir tónar skýni í gegn og kítli skynfærin, hvort sem það er bassi eða miðtónar. Þess að auki eru heyrnartólin útbúin þremur hágæða hljóðnemum sem gera röddina þína eins tæra og hægt er samhliða algrými sem síar út óþarfa umhverfishljóð í símtölum. Heyrnartólin gefa allt að 5 tíma af spilun í senn en hleðsluboxið geymir í heildina 34 klukkustundir af spilun.