Nothing Phone (1) 5G

Byltingarkenndur snjallsími útbúinn öllu því helsta á lægra verði. Nothing Phone (1) er búinn nýrri tækni sem kallast Glyph sem lætur bakhlið símans blikka í takt við tilkynningar. Síminn er einnig útbúinn fallegum 6.55" OLED skjá og 50MP myndavél, það er því óhætt að segja að þetta sé flaggskip á frábæru verði.


Vörunúmer: 70979

6,792

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 81,500 kr.ÁHK: 34.77%

Staðgreitt

69,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Nýjasta nýtt í snjallsímum

Nothing Phone (1) er útbúinn nýrri tækni sem kallast Glyph. Síminn er útbúinn glerbakhlið með fimm LED ljósum sem lifna við þegar þú færð tilkynningar, símtöl eða setur símann þinn í hleðslu. Þú getur stýrt því hvernig ljósin blikka og hvenær, hvort sem það er sérstakt blikk fyrir hvern og einn tengilið eða fyrir hefðbundnar tilkynningar.

Sterkbyggður og fallegur

Phone (1) er útbúinn Gorilla Glass báðu megin og sterkum álramma sem gerir símann mjög vel varinn fyrir því hnjaski sem hann kann að verða fyrir.

Frábær myndavél

Nothing Phone (1) kemur með tveimur 50MP myndavélum á bakhlið símans með Studio lýsingu innbyggðri ásamt 114° ofurvíðlinsu, Night mode, HDR, Macro linsu, Dual OIS og EIS hristivörn en einnig 16MP sjálfu myndavél. Þessi að auki getur þú tekið upp myndbönd í 4K gæðum á allt að 30 römmum á sekúndu. Þú getur því treyst því að síminn fangar allar þínar minningar í frábærum gæðum.

Silkimjúkur skjár

Nothing hefur sett í Phone (1) stóran 6.55" OLED skjá með endurnýjunartíðni upp á 120Hz sem gerir allar hreyfingar í skjánum silkimjúkar.