OnePlus 8T 5G

128 GB

OnePlus 8T er í einu orði fallegur. Skjárinn er stór, 6.5“ í 1080p upplausn sem endurhleður sig á 120 sinnum á sekúndu sem þýðir að öll hreyfing er mjúk eins og smjör. Gluggar og hnappar renna af skjánum á ógnarhraða á þess að hika í eitt augnablik.


Vörunúmer: 66573

11,967

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 143,600 kr.ÁHK: 19.93%

Staðgreitt

129,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

OnePlus 8T er troðfullur af öllu því besta sem völ er á í einu ótrúlega fallegu tæki. Fáránlega hröð hleðsla, 120Hz skjár í einum kraftmiklum síma ásamt myndavélum í fleirtölu.

OnePlus 8T er í einu orði fallegur. Skjárinn er stór, 6.5“ í 1080p upplausn sem endurhleður sig á 120 sinnum á sekúndu sem þýðir að öll hreyfing er mjúk eins og smjör. Gluggar og hnappar renna af skjánum á ógnarhraða á þess að hika í eitt augnablik. 

Víðóma hátalarar fela sig á botni símans sem tryggja fínustu upplifun, ekkert er heyrnatólatengið en Bluetooth virkni öll hin besta.

Ótrúlega 65W þráðlaus hleðsla gerir svo það að verkum að OnePlus 8T er korter að fara úr 0% rafhlöðu í 53%. Á 37 mínútum er þannig að hægt að fara úr engu í 100% rafhlöðu.

Fjórar myndavélar eru á bakhlið OnePlus 8T. 48 megapixla víðlinsa, 16 megapixla ofurvíðlinsa, 5 megapixla macrolinsa og 2 megapixla dýptarlinsa. Sérstök monochrome myndflaga er svo til staðar til að ná sérstaklega góðum svarthvítum myndum.

OnePlus 8T kemur eins og fyrri OnePlus símar með mjög hreinu Android kerfi, lítið hefur átt við það og því upplifunin létt og þægileg eins og Google sjálf búa til Android. OnePlus gera litlar en mjög góðar breytingar á Android stýrikerfinu sem erfitt er að vera án þegar maður hefur á annað borð byrjað að nota þær.