Rafmagnshlaupahjól - Zero 10X

Zero 10X rafhlaupahjólið er algjört dúndur í íslenskum veðuraðstæðum. Það er sterkbyggt og kröftugt og með dekk sem ættu að tækla flestar aðstæður á landinu okkar góða.


Vörunúmer: 64924

17,654

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuði
Engin útborgun
Heildargreiðsla: 211,850 kr.
ÁHK: 11.32%

Staðgreitt

199,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Zero 10X rafhlaupahjólið er algjört dúndur í íslenskum veðuraðstæðum. Það er sterkbyggt og kröftugt og með dekk sem ættu að tækla flestar aðstæður á landinu okkar góða. 

Þyngdin á hjólinu er 35 kg og er með 10" loft framdekk og solid afturdekk. Hjólið er með 60 km drægni, en það fer reyndar alveg eftir aðstæðum hversu langt það drýfur. Hjólið er með ljósum og dempurum bæði að framan og aftan ásamt bremsuljósum. Þrír gírar eru á hjólinu. 

Það eru tveir mótorar á hjólinu, 2x1000W og hámarkshraði sem hjólið fer er 25 km/klst. 

Hægt er að stilla hæðina á stýri en á því er baklýstur LCD skjár þar sem má sjá hraða, vegalengd og rafhlöðuendingu. En talandi um rafhlöðu, þá er týpan sem fylgir hjólinu 52V 19 AmpH - Lithium-Lion. 

Auðvelt er að brjóta hjólið saman og taka það með hvert sem er. 

Hámarksþyngd á hjóli er 120 kg.