- Um vöruna
- Eiginleikar
Kröftugur 5G Samsung sími á góðu verði
Samsung Galaxy A22 5G hentar þeim sem vilja meira fyrir minna. Síminn er stútfullur af flottum eiginleikum og er hannaður til að liggja vel í hendi.
Silkimjúkur skjár
Stækkaðu sjóndeildarhringinn þinn á stafrænum miðlum með stórum 6.6" Super AMOLED skjá. Samsung Galaxy A22 er útbúinn skjá sem býr yfir 90Hz endurnýjunartíðni sem gerir allar hreyfingar á skjá silkimjúkar, hvort sem það er í þætti eða leik. Þökk sé FHD+ tækni lýtur þitt daglega efni enn betur út, skýrari, skarpari og fallegri.
Fangaðu öll augnablik
A22 er útbúin þriggja linsu myndavélakerfi. Hefðbundna víðlinsan er 48MP og skilar kristaltærum myndum en þar á eftir kemur 5MP ofur-víðlinsa sem gerir þér kleift að festa enn meira á eina filmu. Síðast en ekki síðst kemur linsan sem tekur portrait myndir sem allir kannast við með bakgrunnin úr fókus, linsan gerir þér kleift að stilla bakgrunn og hversu mikið viðfangsefnið þitt er í forgrunni á myndinni. Sjálfumyndavélin er síðan 8MP og gefur líka það sem kallast "bokeh" áhrif sem gera það að verkum að bakgrunnurinn er úr fókus.
Sleppum því að hafa áhyggjur af hleðsluni
Vertu alltaf skrefinu á undan með rafhlöðu sem endist klukkutímunum saman. Síminn er útbúinn 5.000 mAh rafhlöðu og styður 15W hraðhleðslu sem styttir biðtímann eftir því að síminn hlaði sig.