Samsung Galaxy A33 5G

Frábær snjallsími frá Samsung með silkimjúkum 90Hz AMOLED skjá, 48MP myndavél, IP67 ryk-og rakavörn og rafhlöðu sem endist í allt að 2 daga.


Vörunúmer: 69407

6,360

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 76,325 kr.ÁHK: 34.04%

Staðgreitt

64,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Snilldar skjár

Stækkaðu stafræna sjóndeildarhringinn þinn með stórum 6.4" skjá. A33 er útbúin FHD+ Super AMOLED skjá sem gerir alla liti fallegri og skjáinn bjartari í miklum birtuskilyrðum. Upplifunin þín af skjánum er því svo gott sem skilyrðislaus, njóttu hans einfaldlega hvar sem er, hvenær sem er. Ekki nóg með það þá er skjárinn með endurnýjunartíðni upp á 90Hz sem gerir allar hreyfingar og aðgerðir silkimjúkar.

Kröftugri en áður

Samsung Galaxy A33 er útbúin 5nm örgjörva sem gerir símanum kleift að vinna gífurlegt magn af vinnu. Þessi snjalli sími vinnur alla vinnu allt að 28% hraðar og alla grafík 52% hraðar en undanfari hans.

Fangaðu öll smáatriðin

Myndavélakerfið í A33 símanum opnar nýjan heim fyrir þig. 48MP linsan gerir þér kleift að fanga öll smáatriðin og 8MP ofur-víðlinsan stækkar sjóndeildarhringinn þinn svo þú getir komið meiru fyrir í einni mynd. Stýrðu fókusnum á myndinni þinni með dýptar-linsunni eða komdu þér eins nálægt viðfangsefninu og þú getur með Macro-linsuni. OIS eða Optical Image Stabilization er loksin komið í A33, þessi tækni gerir þér kleift að taka myndbönd á hreyfingu og OIS passar að þau séu ennþá stöðug. Við erum ekki búin að tala um þessa frábæru myndavél þar sem að síminn er líka útbúin AI Image Enhancer þar sem að gervigreind vinnur myndirnar þínar fyrir þig og gerir þær ennþá betri.

ps. Snapchat Filters eru komnir í hugbúnaðinn þannig að þú getur leikið þér að því að gera skemmtilegar myndir.

Betri hljómupplifun

Dolby Atmos er mætt í A33 til þess að gera þína upplifun af öllum hljómum enn betri en áður.

Lengri ending

Síminn lifir á 5.000 mAh rafhlöðu sem endist í allt að 2 daga og tekur við 25W ofur-hraðhleðslu.