Samsung Galaxy S20+

S20+ gefur þér 6,7" skjá sem er 100% infinity Quad HD+. Hann er með 128GB innbyggt minni, 20% stærra batterí en áður og er með 64 MP myndavél. Hann er bara alveg hreint æðislegur og kemur í þrem litum.


Vörunúmer: 65378

15,050

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuði
Engin útborgun
Heildargreiðsla: 180,603 kr.
ÁHK: 17.31%

Staðgreitt

165,742

kr.
194,990 kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Galaxy S20 serían er öll hlaðin hraðvirkum Exynos 990 Octa-Core 2,7 GHz örgjörva, en hann er sá besti hingað til. S20+ gefur þér 6,7" skjá sem er með 100% infinity Quad HD+ 511ppi Infinity-O skjá, sem gerir símann einstaklega fallegan og þægilegan í notkun. 

S20+ gefur þér 128 GB innbyggt minni og 8 GB vinnsluminni. Batteríið er orðið töluvert stærra en áður, en við erum að tala um 4500mAh, en það er 20% stærri en í Galaxy S10+.

Myndavélin á Galaxy S20+ er 64 MP er byltingarkennd en hún er með 100x aðdrátt (zoom), fjölda megapixla sem tryggir að þú fangir öll smáatriði og stórt ljósop sem gerir það að verkum að þú getir jafnvel tekið myndir í myrkri. Frammyndavélin á S20+ er 10 MP sem nær bestu möguleiku sjálfu (selfie) gæðum.

Einnig er hægt að klippa og stækka myndirnar án þess að minnka í þeim gæðin.

Með 8K upplausn, munt þú taka ótrúlega falleg og góð myndbönd á símann þinn. Þetta eru meiri gæði en eru í flestum símum, en 8K upplausn er 16x stærri upplausn en Full HD upplausn. Það er töluvert. 

Síðast, en ekki síst þá er Galaxy S20+ vatnsvarinn niður á 1,5 metra dýpi í allt að 30 mínútur.