Samsung Galaxy Z Flip3

128 GB

Samsung kynnir nú til leiks einn snjallasta samlokusíma sem sést hefur. Z Flip3 býður upp á 120hz, 6.7" skjá og lítinn sætan 1.9" aðgerðarskjá. 12 MP myndavélin er með bæði víðlinsu og ofurvíðlinsu og möguleikann á að taka upp myndbönd í HDR10+.


Vörunúmer: 67753

11,535

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 138,425 kr.ÁHK: 21.32%

Staðgreitt

124,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Samsung Galaxy Z Flip 3

Samlokusíminn sem er snjallari an allir samlokusímar sem á undan hafa komið er mættur, betri en nokkru sinni fyrr. Z Flip 3 er fallegt tæki, rosalega fallegt. Z Flip 3 kemur með 8 GB af vinnsluminni, 128 GB af geymsluplássi og IPX8 vörn sem þýðir að hann ætti að þola sundsprett.

12 MP myndavélin er með bæði víðlinsu og ofurvíðlinsu og möguleikann á að taka upp myndbönd í HDR10+. HDR er tækni sem gerir myndbönd enn raunverulegri og flottari, hvítur litur verður hvítari og svartur enn dekkri, og allt verður raunverulegra.

Þegar maður opnar samlokusímann tekur á móti manni 6,7“ skjár sem styður allt upp í 120hz hressitíðni, það er hversu oft síminn teiknar upp á nýtt það sem er á skjánum. Með 120hz er öll upplifun hnökralaus. Ofan á skjánum er svo endurbætt skjávörn sem passar betur upp á að skjárinn haldist heill.

Þegar síminn er brotinn saman tekur á móti manni lítill og sætur snertiskjár, sem sýnir tilkynningar, stjórnun afspilunar og þetta helsta en einnig má nota hann til að taka sjálfur, ekki þarf að opna símann til að henda í eina sjálfu. Í Z Flip 3 eru svo komnir víðóma hátalarar sem styðja Dolby Atmos, allt eins og það á að vera hreinlega í einhverju skemmtilegasta tæki sem sést hefur um langa hríð.