- Um vöruna
- Eiginleikar
Kaupauki
Nú fylgir Galaxy Tab A8 spjaldtölva með öllum seldum eintökum úr Z línuni. Smelltu hér og sæktu um kaupaukann þegar þú hefur lokið kaupum.
Nýtt notað
Þú færð 30.000 kr aukalega fyrir tæki sem þú setur í Nýttu Notað og gildir það einu sinni með hverju keyptu tæki. Smelltu hér og fáðu gróft verðmat fyrir gamlatækið þitt.
Stór og stærri
Nýji Samsung Galaxy Z Fold 5 er fyrir öll þau sem vilja stóran síma sem verður risastór. Síminn er með stórum og fallegum 6,2" skjá sem stækkar upp í heilar 7,6" tommur þegar þú opnar hann. Þessi skemmtilegi sími getur gert nánast hvað sem er, hvort sem þú þarft að vinna, drepa tíma á ferðalaginu eða skoða fallegar myndir.
Skilvirknin uppmáluð
Þegar Fold 5 er opnaður er pláss fyrir allt að 3 forrit í einu svo þú getur komið miklu meiru í verk á ferðinni, allt í símanum þínum. Þökk sé því að þú getir brotið símann saman getur þú brotið símann saman hálfa leið og tekið myndir eða myndsímtöl á miklu þægilegri máta en áður.
Heill heimur afþreyingar
Fold 5 fer með þig um víðan völl þegar kemur að því að hafa ofan af fyrir þér. Hvort sem þú þurfir að ná leik með liðinu þínu í enska boltanum eða viljir spila uppháldsleikinn þinn, það verður varla betra heldur en í Fold 5. Stóri og bjarti skjárinn er fullkomin þegar kemur að því að sökkva sér í afþreyingu í símanum sínum, hvort sem þú ert heima uppi í sófa eða á löngu ferðalagi.
Stór og endingargóður
Þessi skemmtilegi snjallsími er ekki einungis sniðugur og skemmtilegur heldur einnig endingargóður og sterkbyggður. Síminn er útbúinn öflugum Snapdragon 8 Gen 2 örgjörva sem vinnur alla þína vinnu á leiftur hraða. Þú getur líka haft minni áhyggjur af hnjaski og bleytu þar sem síminn er IPX8 vatnsvarinn, með Gorilla Glass Victus 2 gleri og ramma úr sterku áli.