Samsung Galaxy Z Fold2 5G

Sími eða spjaldtölva? Nei bara Z Fold2. Þegar síminn er lokaður er hann sími, þegar hann er opinn er hann spjaldtölva. Möguleikarnir eru nær endalausir í þessu gullfallega tæki.


Vörunúmer: 65996

32,667

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuði
Engin útborgun
Heildargreiðsla: 392,000 kr.
ÁHK: 10.61%

Staðgreitt

369,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman

Samsung kynna, Samsung Galaxy Z Fold2, uppfærða útgáfu frá því í fyrra og maður minn, þetta kallast uppfærsla. Fold2 er ekki aðeins hraðari og betri, heldur eru skjáirnir nú enn betri og meiri. Þegar síminn er lokaður er hann sími, þegar hann er opinn er hann spjaldtölva. Möguleikarnir eru nær endalausir í þessu gullfallega tæki.

Að framan, þegar síminn er lokaður er um að ræða 6,2“ skjá sem nýtist eins og venjulegur snjallsími en þegar Fold2 er opnaður tekur á móti manni stór 7,6“ risaskjár sem keyrir á 120hz og hrein unun er á að líta.

Þrjár myndavélar eru á Fold2. Ein hefðbundin 12MP myndavél, 12MP víðlinsa og 12MP aðdráttarlinsa. Sjálfumyndavélarnar eru svo tvær. Ein 10MP þegar síminn er lokaður og önnur 10MP þegar síminn er opinn.

Samsung Galaxy Z Fold2 skiptir sjálfur á milli skjá þannig að þín forrit, myndsímtöl og sjónvarpsáhorf færist mjúklega á milli allt eftir því hvernig þú vilt nota símann. Með þessum stóra 7,6“ skjá opnast svo möguleikar fyrir enn meiri fjölvinnslu (multi-tasking) og síminn nýtist enn betur í að taka glósur á ferðinni, skrifa innkaupalistann eða svara skilaboðum á meðan myndband er í gangi.

Fold2 hefur svo stærri rafhlöðu en forverinn, 12 GB vinnsluminni og 256 GB geymslupláss ásamt því að styðja allt sem að flaggskip ættu að gera eins og nýjustu staðla í þráðlausum sem og farsímanetum.