Samsung Galaxy Z Fold3

256GB
512GB

Samsung kynnir nýjasta og fullkomnasta tækið í flokki samanbrjótanlegra síma. Z Fold3 er með 120Hz Dynamic AMOLED skjái að utan og innan í 6.2" og 7.6". Þrjár 12MP myndavélarlinsur, ein víðlinsa, ein ofurviðlínsa og ein aðdráttarlinsa.


Vörunúmer: 67747

27,492

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 329,900 kr.ÁHK: 11.78%

Staðgreitt

309,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Samsung Galaxy Z Fold 3

Samanbrjótanlegir símar eru af mörgum talin framtíð snjallsíma. Samsung kynnti nýjasta og fullkomnasta tækið af þeirri gerð, Galaxy Z Fold 3. Alvöru flaggskip sem getur svo miklu meira en fyrri útgáfur, verkfræðingar Samsung eru augljóslega komin á skrið með þessa nýju gerð snjallsíma.

Z Fold 3 er með 120Hz skjái að utan og innan, sem gerir allar hreyfingar og grafík hnökralausa og nú styður tækið S Pen, sem Note notendur þekkja og elska.

Öll hönnun Z Fold 3, að utan sem og innan hefur verið bætt og endurhönnuð að einhverju leiti. Gorilla Glass Victus, höggþolnasta framhlið á skjá sem til er birtist hér í fyrsta sinn á síma ásamt fyrsta flokks rispuvörn. Z Fold 3 er keyrður áfram af Snapdragon 888 örgjörva, er með 12 GB í vinnsluminni og kemur í 256GB og 512GB útgáfum af geymsluplássi.

Þrjár myndavélarlinsur eru á Z Fold 3. Ein venjuleg f/1.8 víðlinsa, f/2.0 ofurvíðlinsa og f/2.4 aðdráttarlinsa sem allar nota 12 MP flögu. Aðdráttarlinsan notast við OIS hristivörn (optical image stabilization) sem tryggir að smáar hreyfingar þess sem tekur myndina skemmi ekki fyrir. Að framan er svo 10 MP myndavél og sjálfumyndavélin er sniðug, hún er varla sýnileg á tækinu. Engin svartur hringur eða kassi er þar sem myndavélin er vanalega, heldur er hún undir skjánum.

Z Fold 3 er flaggskip, tæki sem getur allt og meira til. Er tilvalið fyrir þá sem þurfa að eiga það nýjasta og vilja nota snjallsímann sinn í eitthvað meira en bara þetta venjulega. Z Fold 3 hentar frábærlega sem vinnutæki eða í skólann. Stuðningur við S Pen pennann og möguleikinn á að geta haft fleiri en eitt forrit opið í einu gerir það að verkum að snjallsími getur hér leyst fleiri hluti en áður. Frábær snjallsími sem getur líka verið eitthvað miklu meira, það er Samsung Galaxy Z Fold 3.