Soundboks hátalari

Fullkomnaðu partýið með SOUNDBOKS! Soundboks er fullkominn hátalari fyrir skemmtun utandyra, íþróttaviðburði og margt fleira. Hannað af aðilum með reynslu af skemmtanahaldi til þess eins að veita notandanum ólýsanlega upplifun. Skilar frábærum hljómgæðum, hámarks rafhlöðuendingu og óbrjótanlegri hönnun.


Vörunúmer: 59111

12,048

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuði
Engin útborgun
Heildargreiðsla: 144,575 kr.
ÁHK: 13.64%

Staðgreitt

134,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman
SOUNDBOKS 2 er fullkominn hátalari fyrir skemmtun utandyra, íþróttaviðburði og margt fleira. Hannað af aðilum með reynslu af skemmtanahaldi til þess eins að veita notandanum ólýsanlega upplifun. Skilar það miklum hljómgæðum, hámarks rafhlöðuendingu og óbrjótanlegri hönnun. 

Hönnun SOUNDBOKS 2 er innblásin af harðgerðum ferðaboxum tónlistarmanna. Í efnisvali var ákveðið að notast við Baltic Birchwood í sambland við burstað ál sem ætlað er að taka höggin, rigninguna, eða hvað sem gæti drifið á daga hátalarans. Þú þarft í raun aldrei að hafa áhyggjur af því hvert þú ferð með SOUNDBOKS 2 - því hátalarinn er veður-varinn og þolir rigningu, högg, hita og snjó. 

Rafhlöðuending SOUNDBOKS 2 er engu lík. Meira en 30 klukkustundir af hljóði á háum hljóðstyrk, ,,military grade" rafhlöður sem halda hleðslu sinni í mörg ár. Með SOUNDBOKS 2 getur partýið haldið endalaust áfram á rafhlöðunni einni sér og svo, ef þess þarf, þá tekur einungis nokkrar sekúndur að skipta henni út fyrir nýja.