Super-G krakkaúr

Super-G krakkaúrið býður upp á símtöl, hljóð- og textaskilaboð beint í og úr úrinu. Það þolir útiveru og leiki, má alveg sulla með það og leika í sandinum því það er vatns- og rykhelt. Svo kemur það í þrem fallegum litum, grænu, bleiku og bláu.


Vörunúmer: 65447

7,265

kr./mán
Á mánuði í 3 mánuði
Engin útborgun
Heildargreiðsla: 21,796 kr.
ÁHK: 37.75%

Staðgreitt

19,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman
Super-G krakkaúrið býður upp á símtöl, hljóð- og textaskilaboð beint í og úr úrinu. Það þolir útiveru og leiki, má alveg sulla með það og leika í sandinum því það er vatns- og rykhelt. Svo kemur það í þrem fallegum litum, grænu, bleiku og bláu. Með völdum farsímaleiðum færðu Krakkakort með endalausu tali og 1 GB á 0 kr. Pantaðu Krakkakort hér!

Það er hægt að stilla inn símaskrá fyrir allt að 15 símanúmer og rafhlaðan dugar í allt að tvo daga. 

Skjárinn á úrinu er 1.3" IPS litaskjár, foreldrar geta séð staðsetningu úrsins í appinu sem þú notar til að stilla úrið og ring ring, úrið er með vekjaraklukku! 

                    

Vert er að taka fram að ekki er hægt að hlusta á samtöl án þess að hringja í úrið og því ekki hægt að hlera nein samtöl í kringum barnið sem ber úrið. 

Einnig er hægt að stilla á „ekki trufla“ og SOS neyðarhnappur er til staðar. Gott að hafa í huga fyrir uppsetningu:
  1. Það þarf að setja SIM kortið í á meðan það er slökkt á úrinu eða endurræsa úrið eftir að það er sett í. Annars mun úrið ekki nema SIM kortið. 
  2. Það fylgir með skrúfjárn til að losa örsmáu skrúfuna til að setja sim kortið inn
  3. Það þarf að ýta álþynnunni sem leggst yfir sim kortið til hliðar til að festa það rækilega.
  4. Ef SIM kortið nemur ekki kortið þarf að smella á hliðartakkann í 11 sekúndur og bíða eftir að úrið slökkvi á sér. Einnig getur þú farið í "secret menu", opnað settings, IMEI og ýtt á takkann 10 sinnum, svo getur þú valið shut down takkann.