- Um vöruna
Ekki týna neinu
Tile Essentials samanstendur af 4 Tile kubbum sem gera þér kleift að elta uppi þá hluti sem þú gætir hafa týnt. Pakkinn er settur saman af Tile Slim sem er hugsaður fyrir kortaveski, Tile Mate sem er hugsaður fyrir lyklakippur og Tile Sticker sem límast á nánast allt sem tekur við lími.
Hvernig virkar Tile?
Þetta er sára einfalt, þú einfaldlega ferð inn í Tile forritið í símanum þínum og velur þann hlut sem þú þarft að finna, í kjölfarið læturu þann hlut gefa frá sér hljóð sem hjálpar þér að finna hann. Einnig eru takkar á Tile kubbunum sem gera þér kleift að láta símann þinn pípa skyldi sú staða koma upp
Nánar um innihald Essential
Tile Mate: Grunnútgáfan, Hugsuð fyrir lyklakippur. Dregur 60m. Útskiptanleg rafhlaða sem dugar í 1 ár. Fæst einnig í pakkningu með 4 Tile.
Tile Slim: Tile í lögun eins og kreditkort sem þú getur smellt í veskið hjá þér, rafhlaða dugar í 3 ár.
Tile sticker: Þú getur límt hann á ýmsa hluti, fjarstýringar, töskur ofl. Rafhlaða dugar í 3 ár.