- Um vöruna
Veðurvarið öryggi
AW300 útimyndavélin nær að vakta stórt svæði þar sem linsan í myndavélinni sér 101,7° sjónarhorn. Myndavélin býður einnig upp á það að senda þér tilkynningar í síma þegar hreyfing verður á sjónsviði hennar. Myndavélin sýnir 2K upplausn bæði í rauntíma og upptökum en myndavélin er einnig með f/2.0 ljósop sem tryggir að öll smáatriði verða skarpari og ljóstruflun helst í lágmarki. Þegar fer að dimma notast myndavélin við ljóskastara þegar hún nemur hreyfingu.
Hentar okkar veðri
AW300 þolir vel íslenskar veðuraðstæður þar sem hún er IP66 varin en myndavélin er einnig útbúin vatnsheldum míkrófón og hátalara svo þú getir átt samtöl í gegnum hana sama hvernig viðrar.
Hvar sem er, hvenær sem er
Myndavélin er aðgengileg þér öllum stundum í gegnum appið sem hún er sett upp í en einnig getur þú tengt hana við önnur Google eða Alexa snjalltæki þar sem þú getur skoðað upptökur eða rauntímastreymi.
Enga óprúttna aðila
Myndavélin býður upp á svokallað Focus Zone sem er svæði sem myndavélin vaktar sérstaklega vel. Myndavélin sendir þér þá tilkynningar þegar hún skynjar hreyfingu á því svæði svo þú gætir fækkað óþarfa tilkynningar. Þegar myndavélin skynjar hreyfingu á því svæði fer sjálfkrafa gang sírena og ljóskastarinn blikkar til að reyna að fæla í burtu óboðna gesti.