Pakkinn inniheldur 5G utandyraloftnet sem og innandyra router en bæði tækin styðja 5G og 4G. Þú færð því allt sem þú þarft til að vera í betra sambandi í bústaðnum.
Smelltu hér til að kynna þér áskriftarleiðir fyrir 5G bústaðarpakkann.
5G CPE MAX5 er móttakari sem er tengdur við venjulegan 5G router til þess að bæta sambandið. Móttakarinn hentar vel þeim sem búa við aðstæður þar sem netsamband næst illa inn í gegnum veggi eða glugga. Móttakaranum fylgir 10 metra langur flatur kapall sem tengist beininum.
AX2 tengipunkturinn tengist við 5G útiloftnet og sér um það að dreifa netinu um allt rýmið. AX2 tengipunkturinn er með 5Ghz Wifi 6 stuðning svo hann er leiftursnöggur að koma háhraða neti í öll tækin þín. Þess að auki er möguleiki að tengja marga saman í gegnum Mesh tækni og nota sem dreifikerfi fyrir heimilið eða bústaðinn. Þú getur síðan tengst smáforriti sem hjálpar þér að finna bestu mögulegu staðsetninguna fyrir punktana.