Apple Watch Ultra Appelsínugul Alpine Loop ól / Small

Apple 71062
Haltu á vit ævintýranna og skildu símann eftir heima. Apple Watch Ultra er útbúið öllu því helsta sem þú þarft til að takast á við allar þínar áskoranir og er byggt til þess að takast á við allskonar aðstæður.
159,990 kr
152,627 kr
eða 13,976 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista
Til á lager
Vefverslun
Uppselt
Ármúli
Smáralind
Akureyri

Ekki láta ævintýrin bíða

Apple Watch Ultra fylgir þér út í hið óendanlega, hvort sem það er upp á fjöll eða eyðimerkurhlaup. Úrið er gert úr harðgerðum títaníum ramma með vatnsvörn í allt að 40 metra dýpi, IP6X rykvörn og prófað eftir MIL-STD 810H hernaðarstaðli. Úrið verður í boði með tveim mismunandi tegundum óla, Alpine ólin er sérstaklega hönnuð fyrir fjallafólk og kemur í appelsínugulu og grænu, Trail ólin er síðan hönnuð fyrir langhlaupara og kemur í svörtu.

Hitastig skiptir engu máli

Úrið hefur farið í gegnum hin ýmsu próf til að passa að það lifi af við erfiðar aðstæður. Apple Watch Ultra þolir allt að -20° frost og 55° hita. Þú getur því treyst því að úrið standist tímans tönn í gegnum hinar ýmsu veðuraðstæður sem landið okkar getur boðið upp á.

Betra hljóð en áður

Núna kemur Apple Watch með úr sem er með þrjá innbyggða hljóðnema sem bæta hljómgæði í samtölum við hinar ýmsu aðstæður. Apple Watch Ultra notast sérstakan hugbúnað til að skilja og grípa raddir úr hávaða sem kann að vera í umhverfinu þínu og lágmarka bakgrunnshljóð.

Stærra og bjartara

Apple Watch Ultra er útbúið stærsta og bjartasta skjá sem sést hefur í Apple úri hingað til. Retina skjárinn nær allt að 2000 nits þegar mest er sem er tvöfalt meira en önnur úr frá Apple. 1,92" skjárinn gerir það að verkum að það komast enn þá meiri upplýsingar fyrir á skjánum um allt milli og jarðar, hvort sem það er æfingaupplýsingar eða dagatalið þitt.

Rafhlaða
Rýmd
542 mAh
Skjár
Tegund
Retina LTPO OLED
Upplausn
502 x 410 pixlar
Stærð
1.92"
Vörn
Safír kristallsgler
Tengingar
Staðsetning
GPS (L1+L5), GLONASS, GALILEO, BDS
Bluetooth
Já, 5.3
Bygging
Þyngd
61.3 gr
Stærðarmál
49 x 44 x 14.4 mm
Síminn - Vefverslun Símans - Apple Watch Ultra Appelsínugul Alpine Loop ól / Small