iPhone 15 fær uppfærslu á myndavélinni sem verður 48MP í stað 12MP áður sem er ótrúlega stórt stökk. Rafhlaðan er einnig stærri og dugar í allt að heilan dag ásamt því að iPhone 15 keyrir á A16 örgjörva Apple sem var í iPhone 14 Pro og Pro Max símunum. Dynamic Island skjárinn sem kynntur var til leiks í fyrra í iPhone 14 Pro og Pro Max er nú í öllum iPhone símum. Þessi litli skjár minnkar og stækkar eftir þörfum og aðlagar sig að þeim forritum sem eru í gangi hverju sinni með mismunandi virkni og eiginleikum. Skjárinn er 6.1" Super Retina XDR skjár sem nær allt upp í 1.600 nits birtustig þegar horft er t.d. á Dolby Vision efni, HDR myndir og myndbönd.
eða 13.748 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Vefverslun
Ármúli
Smáralind
Akureyri