Chipolo - POP 4 Pack

Chipolo
Chipolo POP aðstoðar þig við að finna hvað sem er, t.d. lykla, bakpoka, veski, tölvu- og ferðatöskur með því að nota háværan hringitón. Það sem gerir Chipolo enn betra er að það styður bæði Find My þjónustu Apple og Find Hub þjónustu Google. Með Chipolo-appinu má svo virkja fleiri möguleika.

Chipolo POP er fáanlegt í mörgum skemmtilegum litum. í þessum pökkum færðu fjóra liti á verði þriggja í tilbúnum pökkum.

16.470 kr

eða 5.890 kr./mán í 3 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Ekki eyða tímanum í að leita að hlutum

Chipolo POP er litríkt staðsetningartæki sem er hannað til að spara þér tíma.
Settu það á bíllyklana, í farangurinn þinn, bakpokann eða hvað sem þér dettur í hug og Chipolo sparar þér sporin.

POP hjálpar þér að finna týnda hluti með háværu hljóði, þegar að lyklar, bakpoki eða taska eru nálægt en ekki sýnileg þá geturðu látið POP hringja með mjög háværu hljóði.

Ef hluturinn er týndur og ekki nálægt þá er hægt að finna staðsetninguna á honum með því að nota Apple Find My eða Google Find My Device öppin.

Virkar bæði með Android og Apple

Það sem gerir Chipolo POP einstakt er að það virkar bæði Android og Apple tækjum. Þannig er hægt að sjá staðsetningu Chipolo POP í Find my-appi Apple og öðrum staðsetningartækjum er að það virkar bæði með Find Hub þjónustu Google og Find my þjónustu Apple.
Android: Útgáfa Android 9 eða nýrra með Google Play Services er nauðsynleg.
iPhone: iOS 14.5 eða nýrri útgáfa. Mælt er með nýjustu útgáfu af iOS, iPadOS, macOS. Apple Watch krefst nýjustu watchOS útgáfu.

Chipolo-appið

Til að toppa þetta allt, þá eru enn fleiri möguleikar í Chipolo-appinu. Þar má stilla hringitóninn sem heyrist í Chipolo POP, nota POP sem fjarstýringu fyrir myndavélina á símanum þínum og nota POP til að finna símann þinn, jafnvel þó að slökkt sé á hljóðinu í honum.

POP kemur í sex skemmtilegum litum, og þannig getur þú valið þinn uppáhaldslit eða haft mismunandi liti fyrir hvern hlut, allt eftir því hvaða skipulag og litur hentar þér.

Síminn - Vefverslun Símans - Chipolo - POP 4 Pack