Galaxy Z Fold7

Samsung
Kaupauki
Galaxy Watch Ultra úr og Galaxy Buds3 Pro heyrnatól fylgja öllum keyptum Fold7
Sækja þarf um kaupaukann á samsungmobile.is/kaupaukar Smelltu hér til að skrá kaupin.
Kaupaukinn er í boði til 30. September 2025

Gæti sjöunda undur veraldar mögulega verið Galaxy Z Fold 7?
Hér fer saman ótrúleg hönnun ásamt kraftmikilli tækni sem sameinast í að leyfa þér að nýta tæknina betur en nokkru sinni fyrr. Sé Fold 7 brotinn saman er hann frábær snjallsími en opinn er hann eitthvað allt, allt annað.

349.990 kr

eða 31.665 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Endurhannaður frá grunni

Samsung Galaxy Z Fold 7 er 26% þynnri en fyrri útgáfa og er aðeins 8,9mm á þykkt þegar hann er samanbrotinn, litlu stærri en hleðslutengið á tækinu sjálfu. Opinn er hann 4,2mm og afskaplega léttur í hendi eða 215 grömm. Innvolsið er ekkert slor, keyrt áfram af átta kjarna Snapdragon 8 Elite örgjörva og nægu vinnsluminni sem auðveldar alla vinnslu. Skjárinn er ekkert slor með sína 2160x2160 upplausn, 120 Hz endurnýjunartíðni og allt að 2.600 nits HDR10+ sem skilar dekkri og bjartari litum í senn.

Sterkur og snjall, án málamyndana.

Snapdragon 8 Elite-örgjörvinn er sérhannaður til að gera gervigreind kleift að vinna á ógnarhraða og einfalda þér lífið en líka til að gefa þér afl í allt annað hvort sem það er nám, vinna, leikir eða hámhorf. Hann er 38% öflugari og allt að 41% öflugari þegar kemur að gervigreindarvinnslu. Síminn er styrktur með sérstökum álramma og Gorilla Glass Ceramic 2 til að verja símann fyrir skrámum.

Svona eiga myndavélar að vera

Samsung Galaxy Fold 7 skartar þrefaldri myndvél. Aðalvélin er 200 MP víðlinsa sem ásamt 12 MP ofurvíðri og 10 MP aðdráttarlinsum skilar frábærum myndum sama hvernig viðrar. Möguleiki á allt að 8K myndböndum, gervigreind sem litaleiðréttir ásamt auðvitað 10 MP linsu að framan og sérstakri 4 MP linsu undir skjánum sem tryggir góðar sjálfur og að þú lítir vel út á fjarfundum.

Síminn - Vefverslun Símans - Galaxy Z Fold7