6.990 kr
Hnappurinn notast við Zigbee 3.0 og virkar því með flestum snjallheimilis-kerfum, þar á meðal Aqara Hub. Þú getur kveikt og slökkt ljósin með hnappnum sjálfum en einnig er hægt að stýra ljósum heimilisins með Aqara appinu.
Með “double rocker” hnappnum frá Aqara er hægt að setja upp allt að 9 mismunandi skipanir. Hnappurinn býður upp á einfaldan smell, tvöfaldan smell og langan smell (halda inni) og hægt er að gera þetta allt með báðum hnöppum samtímis!
Aqara Smart Wall Switch H1 er hægt að stilla þannig að hann kveiki / slökkvi ljósin á ákveðnum tímum. Þetta er gert í snjallforritinu Aqara Home. Einnig er hægt að setja hnappinn upp til þess að virka með Google Assistant og Amazon Alexa.