Hub E1 stjórnstöð

Aqara 73010
Snjallheimili í smærri búning

Með hjálp Aqara Hub E1 stjórnstöðvarinnar getur þú tengt snjalltæki og skynjara frá Aqara og fengið þannig stjórn yfir snjallvæðingu heimilisins beint í snjallsíma eða spjaldtölvu. Stjórnstöðin notast við Zigbee 3.0 tengingu sem að tryggir hraðari samskipti milli tækjanna og minnkar orkunotkun.

Auðveldara og öruggara hversdags líf

E1 stjórnstöðin vegur einungis 58gr og er því hægt að koma henni fyrir nánast hvar sem er og flytja auðveldlega á milli staða. Auk þess að gefa þér kost á því að snjallvæða heimilið með því að til dæmis kveikja ljós þegar hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu eða draga frá gardínunum á morgnana þá varpar stjórnstöðin WiFi neti áfram og bætir því nettenginguna þína að auki!

Stílhreint og snjallt

Aqara stjórnstöðin fer vel inn í skipulag heimilisins og tengist hratt og þægilega við það forrit sem þú vilt. Eina sem þarf er að tengja stjórnstöðina við netið heima hjá þér og stinga því í USB innstungu og þá er hægt að tengjast við Aqara Home, Apple HomeKit og Google Assistant svo fátt eitt sé nefnt.

4.990 kr

Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Stjórnstöð fyrir Aqara skynjara ásamt Zigbee 3.0 skynjurum

Snjallvæðing á heimilið með USB innstungu

Kastar WiFi tengingu áfram

Styður tengingu við allt að 128 tæki

Síminn - Vefverslun Símans - Hub E1 stjórnstöð