iPad Pro M5 11" Svartur

Apple
Nýjasta kynslóð af fullkomnustu spjaldtölvu sögunnar, iPad Pro. Nýi M5-örgjörvinn skilar enn meiri afköstum en fyrri kynslóðir sem tryggir framúrskarandi upplifun sama hvers þú ætlast til af henni. Nýjasta skjátækni Apple skilar einstakri skerpu, meiri birtu og nákvæmari litum sem gerir einfaldlega allt betra, það er unun að nota iPad Pro.

199.990 kr

eða 18.417 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Kraftur án málamiðlana

Í iPad Pro er hvergi slegið af, mesta reiknigeta sem sést hefur ásamt OLED Ultra Retina XDR-skjátækni Apple sem er í sérflokki. ProMotion og True Tone-tæknin sjá til þess að myndir og myndbönd séu flæðandi og allir litir raunverulegir, sem dregur úr augnþreytu við krefjandi vinnu. Hjarta iPad Pro er M5-örgjörvinn sem er auk þess búinn öflugri Neural Engine-flögu sem tæklar þunga vinnslu eins og klippingu á 4K myndböndum, flóknum þrívíddarteikningum eða gervigreindarvinnslu léttilega. Þrátt fyrir allt þetta afl er iPad Pro sem fyrr með eindæmum þunnur og nettur, hannaður til að fylgja þér hvert sem er.

Sköpunarkraftur án landamæra

iPad Pro er fullkomið vinnutæki fyrir skapandi fólk. Tækið er hluti af öllu ferlinu, frá fyrstu hugmynd að fullbúinni afurð. Myndavélarnar eru frábærar, hljóðnemarnir í stúdíógæðum sem fanga hvert smáatriði og fjórir öflugir hátalarar tryggja að hljóðmyndin sé jafn skörp og myndin.

Tengdu þig við framtíðina

Þegar verkefni dagsins kallar á meira pláss er einfalt að tengja iPad Pro við tölvuskjá, með allt að 6K upplausn. iPad Pro styður fjölda tækja sem tengja má við spjaldtölvuna, allt frá lyklaborði og mús yfir í sérhæfðar myndavélar, klippiborð og hljóðblöndunarborð. iPad Pro styður WiFi 7, nýjustu kynslóð þráðlausra neta sem netbeinar frá Símanum styðja einnig og því er iPad Pro frábær félagi með endabúnaði okkar.

Netkerfi
Fjarskiptastaðall
GSM / HSPA / LTE / 5G
Síminn - Vefverslun Símans - iPad Pro M5 11" Svartur