QC Ultra Gen2 Headphones

Bose
Þau allra bestu frá Bose verða enn betri í þessari Ultra útgáfu (2. kynslóð)

Upplifðu bestu noice cancel tækni Bose í heyrnartólum ásamt spatial audio sem gerir hlustunina enn meira lifandi — sama hvaða efni eða uppruni er. Með hágæða hönnun og lúxusefnum sem tryggja óviðjafnanleg þægindi getur þú sökkt þér enn dýpra í uppáhaldslögin og hljóðheimana.

Bose Immersive Audio endurskilgreinir hvað það þýðir að hlusta. Það færir hljóðið úr höfðinu og setur það fyrir framan þig — beint í besta sætið. Með nýju Cinema Mode stillingunni lifnar uppáhaldsmyndefnið þitt við á nýjan hátt. Tengdu við það tæki sem þú kýst og þessi háþróaði eiginleiki jafnar og staðsetur bæði bakgrunnshljóð og hljóðáhrif — og skilar kvikmyndaupplifun hvar sem er.

63.990 kr

eða 6.346 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Slekkur á umhverfishljóðum

Besta noise cancellation tækni Bose í heyrnartólum gerir þér kleift að einbeita þér að því sem skiptir máli, ótruflaður. Hátt suð í flugvél? Þaggað niður. Pirrandi spjall á skrifstofunni? Horfið. Sjónvarp í næsta herbergi? Lokað úti. Sérsniðið, taplaust hljóð. CustomTune-tæknin greinir lögun eyrna þinna og aðlagar hljóðflutninginn að þeim. Og í fyrsta sinn núna USB-hljóði færðu kristaltært, taplaust hljóð — svo þú getir upplifað uppáhaldslagið þitt eins og það væri í fyrsta sinn á ný.

Stílhreint útlit, finndu lúxusinn

Nútímaleg, fáguð og glæsileg hönnun. Með nýju yfirborðsáferðinni og vönduðum málmefnum hefur hlustunarupplifunin aldrei verið jafn stílhrein. Mjúkir púðarnir faðma eyrun í þægilegu umvafandi gripi á meðan höfuðbandið dreifir þrýstingi jafnt og tryggir þétt en þægilegt fit allan daginn.

Endist allan daginn

QC Ultra heyrnartólin veita allt að 30 klukkustunda spilun á einni hleðslu (allt að 23 klst. með Immersive Audio).* Þarftu hraðhleðslu? 15 mínútna hleðsla gefur allt að 3 klst. af rafhlöðuendingu (allt að 2 klst. með Immersive Audio).** Heyrnartólin ráða einnig við margt í einu — þú getur hlaðið þau með USB-snúrunni á meðan þú hlustar á tónlist.

Kristaltær símtöl

Ekki meira „hvað segirðu?“ þegar þú vilt einfaldlega segja „hæ“. Hljóðnemar sem sía út hávaða beina sér að röddinni þinni, og AI byggð tækni fjarlægir umhverfishávaða og vind svo þú heyrir skirt og það heyrist skýrt í þér.

Auðveld stjórnun

Ýttu til að spila tónlist eða svara símtali. Strjúktu til að stilla hljóðstyrk. Þegar þú tekur heyrnartólin af, stöðvast spilunin sjálfkrafa — settu þau aftur á til að halda áfram þar sem frá var horfið. Þegar hlustun er lokið geturðu lagt púðana flata til að aftengja Bluetooth og látið heyrnartólin fara í biðstöðu þar til næst. Innsæi í hönnun gerir notkunina auðvelda svo þú hafir alltaf fulla stjórn.

Vertu tengdur með háþróuðu Bluetooth

Bluetooth® Core 5.4 býður upp á sterkt og stöðugt samband í allt að 10 metra fjarlægð frá tækinu þínu. Veldu milli einnar eða margra tenginga (multipoint) til að hafa síma, spjaldtölvu og vinnu- eða skólatölvu tengda, eða einbeittu þér að einu tæki.

Stjórnaðu öllu í Bose appinu

Gerðu upplifunina enn persónulegri með Bose appinu. Þú getur búið til sérstakt „Custom Mode“ fyrir hvert hlustunartilefni. Viltu sökkva þér í tónlist án þess að útiloka heiminn? Slökktu á hávaðadeyfingu og sameinaðu Aware Mode með Immersive Audio svo þú heyrir umhverfið á meðan tónlistin verður dýpri og ríkari. Notaðu stillanlega EQ valmöguleika til að fínstilla hljóðið. Stjórnaðu bassa, miðsviði og diskant eins og þú vilt. Í appinu geturðu líka fylgst með rafhlöðuendingu, sérsniðið flýtilykla og stjórnað tækjum sem eru tengd.

Síminn - Vefverslun Símans - QC Ultra Gen2 Headphones