Venu 4

Garmin
Garmin Venu 4 GPS snjallúrið er hannað með háþróuðum eiginleikum fyrir heilsu og líkamsrækt og styður þig í að skilja líkamann betur og taka upplýstar, heilsusamlegar ákvarðanir, beint af úlnliðnum.

Bjartur 1,4" AMOLED snertiskjár.
Hágæða heilsuskráning og eiginleikar fyrir æfingar.
Tengist Garmin Connect™ í samhæfum snjallsíma.
Innbyggt Vasaljós
Allt að 10 daga rafhlöðuending sem snjallúr.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar á vef Garmin búðarinnar

98.990 kr

eða 9.497 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

24/7 HEILSUSKRÁNING

Fáðu betri innsýn í heilsuna þína og stuðlaðu að heilbrigðari lífsstíl með fjölbreyttri heilsuskráningu allan sólarhringinn. Fylgstu með Body Battery™, streitu, súrefnismettun og skráðu tíðahringinn, ásamt fleiru.

ÍTARLEG SVEFNSKRÁNING

Fáðu einkunn fyrir svefninn og persónulega leiðsögn um hversu mikinn svefn þú þarft og hvernig þú getur bætt hann. Úrið fylgist með svefnskeiðum eins og létt-, djúp- og REM-svefni, ásamt lúrum, og hjartsláttatíðni og húðhitastig til að gefa þér betri skilning á heilsu þinni. Með svefnsamræmiseiginleika sýnir úrið samræmi svefns við dægursveiflu líkamans og veitir betri innsýn í svefnvenjur.

HEILSUSKRÁNING

Sjáðu hvort heilsubreytur eins og púls, hjartsláttartíðni, húðhiti og súrefnismettun í svefni séu að færast frá þínum venjulegu viðmiðunargildum — sem gæti bent til aukins álags á líkamann. Þessar breytingar geta tengst hreyfingu, streitu, umhverfisbreytingum, áfengisneyslu, veikindum og fleiru (í beta útgáfu).

ÆFINGAVALMÖGULEIKAR

Fylgstu með allri þinni hreyfingu með yfir 80 innbyggðum íþróttaforritum fyrir innan- og utandyra æfingar — þar á meðal göngu, hlaup og margt fleira. Náðu markmiðum þínum með Garmin Coach æfingaáætlunum fyrir hlaup, hjólreiðar, styrktaræfingar og almenna þolþjálfun — sumar þeirra aðlagast jafnvel að líkamsástandi þínu og heilsufarsmælingum. Þú getur líka fengið sérsniðnar æfingatillögur fyrir hvern dag.

LÍFSTÍLSSKRÁNING

Skráðu fyrirfram skilgreinda eða sérsniðna hegðun — eins og neyslu koffíns og áfengis — og skoðaðu skýrslur um hvernig þessar lífsstílsvenjur hafa áhrif á svefn, streitu og hjartsláttartíðni (HRV) í Garmin Connect appinu. Þannig geturðu tekið upplýstari ákvarðanir um heilsuna.

Í DAGSINS AMSTRI

Innbyggt LED vasaljós gefur þér þægilega lýsingu þegar þú þarft á henni að halda. Hringdu og svaraðu símtölum beint úr úlnliðnum þegar úrið er tengt við snjallsímann þinn. Þú getur jafnvel stýrt úrinu með raddskipunum — eða notað raddaðstoð snjallsímans til að svara skilaboðum og fleira.

Síminn - Vefverslun Símans - Venu 4