Viðveruskynjari FP2

Aqara 73025
Viðveruskynjari frá Aqara sem er hægt að gera ótrulega snjalla hluti með
  Stærð: 64 × 64 × 29.5 mm.
  IPX5 rakavarið.
  Greinir nærveru eða fjarveru fólks, föll, inn- og útgöngur, nálgun og fjarlægingu, lýsingu og   rauntíma skynjun margra persóna og svæðisstillingar.
  Greinir allt að 5 persónur.
  Tengist beint með WiFi, þarf ekki stjórnstöð.

14.990 kr

Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Greining út frá hólfum

Svæðisgreining býður upp á umtalsverða kosti fram yfir hefðbundna PIR skynjara en hægt er að fylgjast með rými allt að 40fm² að stærð og skipta því niður í allt að 30 svæði. Það eru nánast endalausir valmöguleikar að snjallvæðingu með skynjaranum en til að einfalda uppsetningu er búið að bæta við tveimur skilyrðum; nærvera og fjarvera.

Allt að 30 svæði, 320 hólf

FP2 skynjarinn greinir allt að 5 manneskjur á hverjum tíma sem gerir skynjarann einstaklega hentugan fyrir rými þar sem margir eru. Til dæmis ef að 5 manns eru í rýminu væri sniðugt að lækka hitann á ofnastillinum, en ótal valmöguleikar eru í boði bæði hvað varðar öryggis- og snjallsenur.

Tilkynningar ef einhver dettur

Með því að koma skynjaranum fyrir í lofti er hægt að kveikja á fallskynjara stillingu. Í þeirri stillingu greinir FP2 ef einhver dettur og sendir samstundis tilkynningar í gegnum appið.

Tilbúið í framtíðina

Í framtíðinni verður bætt við stýriskerfauppfærslum sem munu gera viðveruskynjaranum kleift að m.a greina svefn, telja manneskjur, greina líkamsstöðu (liggjandi, sitjandi, standandi, labbandi) og stuðningur við Matter.

Síminn - Vefverslun Símans - Viðveruskynjari FP2